Körfubolti

LeBron og Davis samtals með 60 stig í fjórða sigri Lakers í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davis og LeBron fóru mikinn gegn Memphis.
Davis og LeBron fóru mikinn gegn Memphis. vísir/getty

LeBron James skoraði 32 stig þegar Los Angeles Lakers bar sigurorð af Memphis Grizzlies, 117-105, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fjórði sigur Lakers í röð en liðið er á toppi Vesturdeildarinnar.

Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Lakers auk þess sem hann tók 13 fráköst og varði sjö skot.



Átta aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Luka Doncic var tveimur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu þegar Dallas Mavericks lagði Orlando Magic að velli, 106-122.

Doncic skoraði 33 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Dallas sem er í 7. sæti Vesturdeildarinnar.



Ungstirnið Zion Williamson skoraði 25 stig þegar New Orleans Pelicans sigraði Portland Trail Blazers, 115-128, á útivelli.

Í þeim ellefu leikjum sem Williamson hefur leikið á tímabilinu er hann með 22,4 stig og 7,2 fráköst að meðaltali. Williamson er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar 20 stig eða meira í sjö leikjum í röð.



Fjórir leikmenn Boston Celtics skoruðu 25 stig eða meira þegar liðið vann Minnesota Timberwolves, 117-127.

Gordon Hayward skoraði 29 stig, Jayson Tatum 28 stig og Jaylen Brown og Daniel Theis sitt hvor 25 stigin. Sá síðastnefndi tók einnig 16 fráköst.



Úrslitin í nótt:

LA Lakers 117-105 Memphis

Orlando 106-122 Dallas

Portland 115-128 New Orleans

Minnesota 117-127 Boston

Washington 108-113 Cleveland

NY Knicks 98-106 Indiana

Toronto 118-101 Phoenix

Oklahoma 113-101 Denver

Utah 104-113 San Antonio

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×