Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 77-71 | Langþráður sigur Keflvíkinga Gabríel Sighvatsson skrifar 22. febrúar 2020 16:45 Emelía Ósk Gunnarsdóttir. Vísir/Bára KR-konur unnu sinn fjórða deildarleik í röð í síðasta leik og rifu sig upp eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum en sóttu í dag Keflavíkurstúlkur heim. Keflavíkurliðið hafði verið í vandræðum á nýju ári, tapað þremur leikjum í röð og aðeins unnið 2 af 7 leikjum ársins. Í dag varð loks breyting á en Keflavík hafði sigur 77-71 í virkilega skemmtilegum og spennandi leikur. Keflavíkurliðið var frábært í leiknum og átti sigurinn fyllilega skilið. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en Keflavíkurstúlkur voru yfir mestmegnis af leiknum og KR átti í basli með að koma til baka og ná einhverri afgerandi forystu og því fór sem fór.Af hverju vann Keflavík?KR-liðið virkaði þreytt og þungt í leiknum í dag en það er auðvitað búið að vera þétt prógramm hjá þeim að undanförnu á meðan Keflavík hafði fengið ágætis hvíld. Engu að síður þurfti Keflavík að spila vel til að vinna sterkt lið eins og KR og þær gerðu það. Einnig sýndu þær mikla baráttu og voru ofan á í henni í dag. Þetta hefði getað dottið báðum megin en að lokum gerðu heimakonur meir en KR og sigldu sigrinum heim.Hvað gekk illa? KR var án Hildar Bjargar Kjartansdóttur í dag og hennar var sárt saknað. Enginn af leikmönnum KR steig upp í fjarveru hennar fyrir utan Danielle. Eins og áður sagði voru KR-ingar ekki upp á sitt sterkasta í dag og það var ýmislegt sem vantaði upp á bæði varnarlega og sóknarlega þar sem mikið af færum fór forgörðum.Hverjar stóðu upp úr?Danielle Victoria Rodriguez átti mjög góðan leik. Hún spilaði allar 40 mínúturnar og var langhæst í öllum þáttum leiksins í dag, 34 stig í heildina hjá henni. Unnur Tara Jónsdóttir átti líka góðan leik, 17 stig og 14 heildarfráköst en það var ekki nóg í dag. Hjá Keflavík var Daniela Wallen Morillo atkvæðamest í öllum tölfræðiþáttum. Hún skoraði 29 stig, átti 9 heildarfráköst og 5 stoðsendingar, allt hæst á meðal samherja sinna.Hvað gerist næst?Keflavík fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar, upp fyrir Skallagrím og Breiðablik. Bæði lið geta þó með sigri sent þær aftur niður í 5. sæti. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum og aftur á heimavelli. KR er enn í 2. sæti deildarinnar með 32 stig og mun líklega enda þar þegar tímabilinu lýkur. Næsti leikur er heimaleikur gegn Breiðablik. Benedikt: Gerðum ekki nægilega mikið„Það er svekkjandi að tapa og ég hef lítið um það að segja,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir tapið í dag. Honum fannst frammistaðan ekki vera merkileg. „Við spilum án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og maður var að vona að aðrar myndu stíga upp og fylla hennar skarð. Unnur (Tara Jónsdóttir) steig vel upp og fyllti þá stöðu. Þetta hefði getað farið hvorn veginn sem er undir restina en við gerðum ekki nægilega mikið í dag til að eiga sigurinn skilinn.“ Benni tók sér góðan tíma í að hugsa sig um aðspurður hvað hafi vantað upp á hjá liðinu hans en KR liðið var ekki nægilega gott á mörgum vígstöðvum í dag. „Varnarlega vorum við ekki sannfærandi í fyrri hálfleik, betri í seinni. Sóknarlega erum við ennþá að glíma við jafnvægið, að fá stig héðan og þaðan. Við hittum ekki neitt fyrir utan í dag. Þegar það kemur þá erum við ógeðslega gott lið en þegar við fáum það ekki þá er þetta svolítið erfitt. Dani (Victoria Rodriguez) bar upp sóknarleikinn í dag.“ sagði Benedikt en Dani var langbesti leikmaður liðsins og skoraði 34 stig. „Það vantaði svolítið upp á. Kaninn þeirra steig vel upp í lokin og skoraði mikið af síðustu stigunum hjá þeim. Tók okkur einn á einn og það er bara vel gert,“ Mikið leikjaálag hefur verið á liðinu undanfarna daga og vikur og vildi Benni meina að það hefði haft sín áhrif. „Ég gef „kredit“ til Keflavíkur, þær eru ferskar og búnar að fá góða hvíld. Þetta er 4. leikurinn frá því að þær spiluðu síðast þannig að þær voru ferskari. Það var svolítið þungt í mínu liði eftir mikla keyrslu.“ Jón Halldór: I'll take it any day of the week!Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var himinlifandi eftir sigur á sterku liði KR. „Þetta var alveg nauðsynlegt. Við erum ekki búin að ríða feitum hesti eftir áramót en þetta var frábær sigur hjá stelpunum og ég er ótrúlega stoltur.“ Jonni var virkilega ánægður með frammistöðuna og sagði hana hafa verið ótrúlega flott. „Þær voru í botni allan tímann og lögðu mikið á sig. Það er búin að vera deyfð yfir þessu og það er erfitt að koma til baka og að gera það á móti eins góðu liði og KR er. Ég er í skýjunum.“ Keflavík hefur ekki gengið vel á móti KR á þessu tímabili, hafði tapað þrisvar fyrir liðinu og tvisvar með stórum mun. „Þær eru búnar að vinna okkur illa tvisvar eftir áramót og það er erfitt sálarlega að berjast í gegnum það. Við gerðum það í dag og það sýnir hvað þær eru sterkar sálarlega þessar elskur.“ Jonni var ánægðastur með vinnusemina í liðinu í dag. „Þær lögðu ógeðslega mikið í þetta og héldu áfram alveg sama hvað. KR kom til baka og komst yfir 64-60 og 65-64 ef ég man þetta rétt og þær brotnuðu ekki við það, það hefði verið auðvelt. Ég er ánægðastur með það, þær héldu áfram allan tímann og höfðu trú á því sem þær voru að gera.“ „Ég er alltaf að stönglast á þessu sama, ég er með ungt lið og það er erfitt að taka þessi stóru skref. Þær eru að taka fullt af litlum skrefum á hverjum einasta degi. Þetta lítur alltaf betur og betur út og þetta var langbesti leikur okkar eftir áramót. Ég vona að þetta sé hárrétt tímasetning til að koma til baka.“ Keflavík skellti sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigrinum. Stigin tvö eru mjög mikilvæg þar sem liðið er í hörku baráttu við tvö önnur lið um síðustu tvö lausu umsplissætin. „Við verðum að ná í stig. Ég skal alveg vera hreinskilinn, ég átti ekkert endilega von á því að við myndum taka stig af KR. Við erum að berjast við Skallagrím og Hauka um þetta sæti. KR er svolítið farið frá okkur.“ sagði Jonni að lokum og bætti svo við: „I'll take it any day of the week!“ Dominos-deild kvenna
KR-konur unnu sinn fjórða deildarleik í röð í síðasta leik og rifu sig upp eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum en sóttu í dag Keflavíkurstúlkur heim. Keflavíkurliðið hafði verið í vandræðum á nýju ári, tapað þremur leikjum í röð og aðeins unnið 2 af 7 leikjum ársins. Í dag varð loks breyting á en Keflavík hafði sigur 77-71 í virkilega skemmtilegum og spennandi leikur. Keflavíkurliðið var frábært í leiknum og átti sigurinn fyllilega skilið. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en Keflavíkurstúlkur voru yfir mestmegnis af leiknum og KR átti í basli með að koma til baka og ná einhverri afgerandi forystu og því fór sem fór.Af hverju vann Keflavík?KR-liðið virkaði þreytt og þungt í leiknum í dag en það er auðvitað búið að vera þétt prógramm hjá þeim að undanförnu á meðan Keflavík hafði fengið ágætis hvíld. Engu að síður þurfti Keflavík að spila vel til að vinna sterkt lið eins og KR og þær gerðu það. Einnig sýndu þær mikla baráttu og voru ofan á í henni í dag. Þetta hefði getað dottið báðum megin en að lokum gerðu heimakonur meir en KR og sigldu sigrinum heim.Hvað gekk illa? KR var án Hildar Bjargar Kjartansdóttur í dag og hennar var sárt saknað. Enginn af leikmönnum KR steig upp í fjarveru hennar fyrir utan Danielle. Eins og áður sagði voru KR-ingar ekki upp á sitt sterkasta í dag og það var ýmislegt sem vantaði upp á bæði varnarlega og sóknarlega þar sem mikið af færum fór forgörðum.Hverjar stóðu upp úr?Danielle Victoria Rodriguez átti mjög góðan leik. Hún spilaði allar 40 mínúturnar og var langhæst í öllum þáttum leiksins í dag, 34 stig í heildina hjá henni. Unnur Tara Jónsdóttir átti líka góðan leik, 17 stig og 14 heildarfráköst en það var ekki nóg í dag. Hjá Keflavík var Daniela Wallen Morillo atkvæðamest í öllum tölfræðiþáttum. Hún skoraði 29 stig, átti 9 heildarfráköst og 5 stoðsendingar, allt hæst á meðal samherja sinna.Hvað gerist næst?Keflavík fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar, upp fyrir Skallagrím og Breiðablik. Bæði lið geta þó með sigri sent þær aftur niður í 5. sæti. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum og aftur á heimavelli. KR er enn í 2. sæti deildarinnar með 32 stig og mun líklega enda þar þegar tímabilinu lýkur. Næsti leikur er heimaleikur gegn Breiðablik. Benedikt: Gerðum ekki nægilega mikið„Það er svekkjandi að tapa og ég hef lítið um það að segja,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir tapið í dag. Honum fannst frammistaðan ekki vera merkileg. „Við spilum án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og maður var að vona að aðrar myndu stíga upp og fylla hennar skarð. Unnur (Tara Jónsdóttir) steig vel upp og fyllti þá stöðu. Þetta hefði getað farið hvorn veginn sem er undir restina en við gerðum ekki nægilega mikið í dag til að eiga sigurinn skilinn.“ Benni tók sér góðan tíma í að hugsa sig um aðspurður hvað hafi vantað upp á hjá liðinu hans en KR liðið var ekki nægilega gott á mörgum vígstöðvum í dag. „Varnarlega vorum við ekki sannfærandi í fyrri hálfleik, betri í seinni. Sóknarlega erum við ennþá að glíma við jafnvægið, að fá stig héðan og þaðan. Við hittum ekki neitt fyrir utan í dag. Þegar það kemur þá erum við ógeðslega gott lið en þegar við fáum það ekki þá er þetta svolítið erfitt. Dani (Victoria Rodriguez) bar upp sóknarleikinn í dag.“ sagði Benedikt en Dani var langbesti leikmaður liðsins og skoraði 34 stig. „Það vantaði svolítið upp á. Kaninn þeirra steig vel upp í lokin og skoraði mikið af síðustu stigunum hjá þeim. Tók okkur einn á einn og það er bara vel gert,“ Mikið leikjaálag hefur verið á liðinu undanfarna daga og vikur og vildi Benni meina að það hefði haft sín áhrif. „Ég gef „kredit“ til Keflavíkur, þær eru ferskar og búnar að fá góða hvíld. Þetta er 4. leikurinn frá því að þær spiluðu síðast þannig að þær voru ferskari. Það var svolítið þungt í mínu liði eftir mikla keyrslu.“ Jón Halldór: I'll take it any day of the week!Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var himinlifandi eftir sigur á sterku liði KR. „Þetta var alveg nauðsynlegt. Við erum ekki búin að ríða feitum hesti eftir áramót en þetta var frábær sigur hjá stelpunum og ég er ótrúlega stoltur.“ Jonni var virkilega ánægður með frammistöðuna og sagði hana hafa verið ótrúlega flott. „Þær voru í botni allan tímann og lögðu mikið á sig. Það er búin að vera deyfð yfir þessu og það er erfitt að koma til baka og að gera það á móti eins góðu liði og KR er. Ég er í skýjunum.“ Keflavík hefur ekki gengið vel á móti KR á þessu tímabili, hafði tapað þrisvar fyrir liðinu og tvisvar með stórum mun. „Þær eru búnar að vinna okkur illa tvisvar eftir áramót og það er erfitt sálarlega að berjast í gegnum það. Við gerðum það í dag og það sýnir hvað þær eru sterkar sálarlega þessar elskur.“ Jonni var ánægðastur með vinnusemina í liðinu í dag. „Þær lögðu ógeðslega mikið í þetta og héldu áfram alveg sama hvað. KR kom til baka og komst yfir 64-60 og 65-64 ef ég man þetta rétt og þær brotnuðu ekki við það, það hefði verið auðvelt. Ég er ánægðastur með það, þær héldu áfram allan tímann og höfðu trú á því sem þær voru að gera.“ „Ég er alltaf að stönglast á þessu sama, ég er með ungt lið og það er erfitt að taka þessi stóru skref. Þær eru að taka fullt af litlum skrefum á hverjum einasta degi. Þetta lítur alltaf betur og betur út og þetta var langbesti leikur okkar eftir áramót. Ég vona að þetta sé hárrétt tímasetning til að koma til baka.“ Keflavík skellti sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigrinum. Stigin tvö eru mjög mikilvæg þar sem liðið er í hörku baráttu við tvö önnur lið um síðustu tvö lausu umsplissætin. „Við verðum að ná í stig. Ég skal alveg vera hreinskilinn, ég átti ekkert endilega von á því að við myndum taka stig af KR. Við erum að berjast við Skallagrím og Hauka um þetta sæti. KR er svolítið farið frá okkur.“ sagði Jonni að lokum og bætti svo við: „I'll take it any day of the week!“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti