Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 11:00 Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann. Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart. Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja. „Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi. „Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“ Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar. Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman. Quaden - you’ve got a friend in me. #BeKind@LokelaniHigahttps://t.co/8dr3j2z8Sypic.twitter.com/jyqtZYC953— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020 Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum. It’s now at 130k. Amazing. Thank you everyone. This is way outside my level of expertise. I just don’t want to mess this up. I need help so I can do this correctly. @TheEllenShow, you do this kind of stuff all the time. Can you PLEASE help me do this the right way??— Brad Williams (@funnybrad) February 21, 2020 Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn. The Indigenous #NRLAllStars have invited 9-year-old Quaden Bayles, a victim of bullying, to lead them out this Saturday night pic.twitter.com/UcXhNt3QKF— NRL (@NRL) February 20, 2020 Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter. This is absolutely heartbreaking. God bless this little boy... Quaden - we are all with you! Stay strong! #TeamQuadenhttps://t.co/KbhFArmbDB— Eric Trump (@EricTrump) February 20, 2020 Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden. Ástralía Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann. Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart. Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja. „Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi. „Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“ Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar. Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman. Quaden - you’ve got a friend in me. #BeKind@LokelaniHigahttps://t.co/8dr3j2z8Sypic.twitter.com/jyqtZYC953— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020 Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum. It’s now at 130k. Amazing. Thank you everyone. This is way outside my level of expertise. I just don’t want to mess this up. I need help so I can do this correctly. @TheEllenShow, you do this kind of stuff all the time. Can you PLEASE help me do this the right way??— Brad Williams (@funnybrad) February 21, 2020 Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn. The Indigenous #NRLAllStars have invited 9-year-old Quaden Bayles, a victim of bullying, to lead them out this Saturday night pic.twitter.com/UcXhNt3QKF— NRL (@NRL) February 20, 2020 Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter. This is absolutely heartbreaking. God bless this little boy... Quaden - we are all with you! Stay strong! #TeamQuadenhttps://t.co/KbhFArmbDB— Eric Trump (@EricTrump) February 20, 2020 Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden.
Ástralía Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira