Íranir ganga að kjörborðinu Atli Ísleifsson skrifar 21. febrúar 2020 07:27 Ajatollah Ali Khamenei sagði það trúarlega skyldu að kjósa. AP Þingkosningar fara fram í Íran í dag en alls hafa yfirvöld meinað um níu þúsund stjórnarandstæðingum að bjóða sig fram. Reiknað er með að litið verði á kjörsóknina sem mælistiku á ánægju almennings með stjórnvöld. Ólíklegt þykir að kosningarnar muni leiða til mikilla umskipta í írönskum stjórnmálum, bæði hvað varðar innanríkis- og utanríkismál. Fastlega er búist við að harðlínumenn muni hafa sigur, eftir að frambjóðendum, sem erlendir fjölmiðlar lýsa sem „hófsömum“ og „umbótasinnuðum“, var meinuð þátttaka. Ajatollah Ali Khamenei æðstiklerkur var fyrstur til að greiða atkvæði í morgun og var sýnt frá því beint í ríkissjónvarpi landsins. Sagði hann það „trúarlega skyldu“ að kjósa og hvatti hann alla landsmenn til að mæta á kjörstað sem fyrst. Stjórnvöld í Íran hafa að undanförnu sætt nokkurri gagnrýni heima fyrir vegna þrenginga í efnahagslífi og aukinnar einangrunar landsins. Alls eru um 58 milljónir Írana á kjörskrá, en barist er um 290 þingsæti. Íran Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Íran í dag en alls hafa yfirvöld meinað um níu þúsund stjórnarandstæðingum að bjóða sig fram. Reiknað er með að litið verði á kjörsóknina sem mælistiku á ánægju almennings með stjórnvöld. Ólíklegt þykir að kosningarnar muni leiða til mikilla umskipta í írönskum stjórnmálum, bæði hvað varðar innanríkis- og utanríkismál. Fastlega er búist við að harðlínumenn muni hafa sigur, eftir að frambjóðendum, sem erlendir fjölmiðlar lýsa sem „hófsömum“ og „umbótasinnuðum“, var meinuð þátttaka. Ajatollah Ali Khamenei æðstiklerkur var fyrstur til að greiða atkvæði í morgun og var sýnt frá því beint í ríkissjónvarpi landsins. Sagði hann það „trúarlega skyldu“ að kjósa og hvatti hann alla landsmenn til að mæta á kjörstað sem fyrst. Stjórnvöld í Íran hafa að undanförnu sætt nokkurri gagnrýni heima fyrir vegna þrenginga í efnahagslífi og aukinnar einangrunar landsins. Alls eru um 58 milljónir Írana á kjörskrá, en barist er um 290 þingsæti.
Íran Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira