Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 22:46 Eðlilega var versluninni lokað eftir tilraunina til ránsins. Miklar skemmdir voru unnar á glerborðum. Vísir/Egill Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00