Fjármálaráðherra sakar þingmann á ósamstæðum sokkum um skítkast Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 13:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. Þingmaðurinn vildi fá skýringar á mismunandi vöxtum vegna leiðréttinga á greiðslum almannatrygginga. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um almannatryggingar árið 2016 þegar Bjarni Benediktsson hefði þá einnig verið fjármálaráðherra. Þessi mistök hafi kostað skattgreiðendur 4,8 milljarða og leiðréttingin hundruð milljóna. „Miðað við þetta klúður upp á um 6,1 milljarð og að viðbættum mistökum við búsetuskerðingar, landsréttarmálið og ýmislegt fleira er fyrri spurning mín til ráðherra: Af hverju fara sjálfstæðismenn svona illa með almannafé,“ sagði Björn Leví. Bjarni sagði að honum væri algerlega fyrirmunað að skilja hvernig þingmaðurinn vildi heimafæra frumvarp upp á fjármálaráðherra sem hann hefði ekki lagt fram en hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. „Og segir síðan; hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð bara að segja virðulegur forseti mér er algerlega orðið misboðið. Þessi háttvirti þingmaður sem kemur hingað á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað, með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað. Hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal,“ sagði Bjarni. Það væri ekki hægt að taka fyrirspurn sem þessa alvarlega. Hins vegar kunni að koma upp álitamál við leiðréttingu bóta, til að mynda um prósentu vaxta, upphafsdag vaxta og svo framvegis. Ríkið reyndi að gæta sanngirni í málinu. „Það er talað hér um ýtrustu sanngirni. Hérna er aðili sem fær greidda 10 prósenta vexti á meðan 31.999 aðrir aðilar fá ekki 10 prósent heldur 5,5 prósent. Hvar er sanngirnin í því,“ spurði Björn Leví. „Ég hef sagt hér í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast. Það getur ekki staðið á fjárheimildum til að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. Þingmaðurinn vildi fá skýringar á mismunandi vöxtum vegna leiðréttinga á greiðslum almannatrygginga. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um almannatryggingar árið 2016 þegar Bjarni Benediktsson hefði þá einnig verið fjármálaráðherra. Þessi mistök hafi kostað skattgreiðendur 4,8 milljarða og leiðréttingin hundruð milljóna. „Miðað við þetta klúður upp á um 6,1 milljarð og að viðbættum mistökum við búsetuskerðingar, landsréttarmálið og ýmislegt fleira er fyrri spurning mín til ráðherra: Af hverju fara sjálfstæðismenn svona illa með almannafé,“ sagði Björn Leví. Bjarni sagði að honum væri algerlega fyrirmunað að skilja hvernig þingmaðurinn vildi heimafæra frumvarp upp á fjármálaráðherra sem hann hefði ekki lagt fram en hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. „Og segir síðan; hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð bara að segja virðulegur forseti mér er algerlega orðið misboðið. Þessi háttvirti þingmaður sem kemur hingað á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað, með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað. Hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal,“ sagði Bjarni. Það væri ekki hægt að taka fyrirspurn sem þessa alvarlega. Hins vegar kunni að koma upp álitamál við leiðréttingu bóta, til að mynda um prósentu vaxta, upphafsdag vaxta og svo framvegis. Ríkið reyndi að gæta sanngirni í málinu. „Það er talað hér um ýtrustu sanngirni. Hérna er aðili sem fær greidda 10 prósenta vexti á meðan 31.999 aðrir aðilar fá ekki 10 prósent heldur 5,5 prósent. Hvar er sanngirnin í því,“ spurði Björn Leví. „Ég hef sagt hér í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast. Það getur ekki staðið á fjárheimildum til að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira