Fóru yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 11:30 Freyr Alexandersson fyrir framan teiknitölvuna að fara yfir sóknarleik Tottenham liðsins. Mynd/S2 Sport Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira