Dýragarði Joe Exotic lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 10:46 Joe Exotic situr nú í fangelsi. Þar smitaðist hann af kórónuveirunni. youtube Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð. Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð.
Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03