Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2020 15:30 Leikmenn Olimpija Ljubljana hafa ekki æft síðustu níu daga. VÍSIR/GETTY Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. Allir leikmenn slóvenska liðsins hafa verið í sóttkví frá og með mánudeginum 10. ágúst, eftir að tveir leikmenn og sjúkraþjálfari greindust með smit. Í kjölfarið var upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu frestað og ljóst að liðið mun ekki spila í slóvensku úrvalsdeildinni fyrr en í 2. umferð, eftir leikinn við Víking. Forráðamenn Olimpija vilja ólmir að liðið geti byrjað að æfa og hafa farið fram á það við heilbrigðisyfirvöld en án árangurs. Þeir kölluðu alla leikmenn liðsins í smitpróf í gær, á kostnað félagsins, í von um að geta sýnt fram á að þeir væru allir lausir við smit. Einn leikmaður greindist hins vegar smitaður. Í yfirlýsingu Olimpija segir að hinn smitaði leikmaður hafi aðeins verið einn dag með liðsfélögum sínum en verið í sóttkví síðan eins og aðrir (Olimpija hefur verið að fá til sín fjölda nýrra leikmanna fyrir nýja keppnistímabilið). Því telur félagið rök fyrir því að leikmenn geti hafið æfingar að nýju, að minnsta kosti einir og sér eða í minni hópum, og kallar eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Olimpija er ekki reiknað með öðru en að leikurinn við Víking fari fram 27. ágúst eins og áætlað var. Fari leikurinn ekki fram vegna smitvandræða slóvenska liðsins,verður Víkingum úrskurðaður 3-0 sigur samkvæmt reglum UEFA. Evrópudeild UEFA Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. Allir leikmenn slóvenska liðsins hafa verið í sóttkví frá og með mánudeginum 10. ágúst, eftir að tveir leikmenn og sjúkraþjálfari greindust með smit. Í kjölfarið var upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu frestað og ljóst að liðið mun ekki spila í slóvensku úrvalsdeildinni fyrr en í 2. umferð, eftir leikinn við Víking. Forráðamenn Olimpija vilja ólmir að liðið geti byrjað að æfa og hafa farið fram á það við heilbrigðisyfirvöld en án árangurs. Þeir kölluðu alla leikmenn liðsins í smitpróf í gær, á kostnað félagsins, í von um að geta sýnt fram á að þeir væru allir lausir við smit. Einn leikmaður greindist hins vegar smitaður. Í yfirlýsingu Olimpija segir að hinn smitaði leikmaður hafi aðeins verið einn dag með liðsfélögum sínum en verið í sóttkví síðan eins og aðrir (Olimpija hefur verið að fá til sín fjölda nýrra leikmanna fyrir nýja keppnistímabilið). Því telur félagið rök fyrir því að leikmenn geti hafið æfingar að nýju, að minnsta kosti einir og sér eða í minni hópum, og kallar eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Olimpija er ekki reiknað með öðru en að leikurinn við Víking fari fram 27. ágúst eins og áætlað var. Fari leikurinn ekki fram vegna smitvandræða slóvenska liðsins,verður Víkingum úrskurðaður 3-0 sigur samkvæmt reglum UEFA.
Evrópudeild UEFA Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05