Finnar telja sig hafa slátrað timburmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 14:59 Þessi fyrirsæta gæti verið að fá sér afréttara. Finnarnir vilja hins vegar meina að amínósýran þeirra geri hann óþarfan. getty/peter dazeley Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru. Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru.
Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent