Íslenski boltinn

Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kian Williams skoraði tvívegis er gott gengi Keflavíkur hélt áfram.
Kian Williams skoraði tvívegis er gott gengi Keflavíkur hélt áfram. Vísir/Vilhelm

Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar.

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar áttu aldrei viðreisnar von í Keflavík í kvöld. Leiknum lauk með 6-1 sigri heimamanna en staðan var orðin 3-0 eftir aðeins 25 mínútur þökk sé mörkum Ara Steins Guðmundssonar, Joey Gibbs og Kian Williams.

Í síðari hálfleik bættu Joey og Kian við sitt hvoru markinu og sem og Davíð Snær Jóhannsson undir lok leiks. Brynjar Vilhjálmsson skoraði fyrir gestina í uppbótartíma. Sárabótamark þar sem lokatölur voru 6-1 fyrir Keflavík.

Viktor Júlíusson tryggði Vestra óvæntan sigur á Leiknir Reykjavík en gestirnir hafa leikið frábærlega í sumar. Í uppbótartíma ætlaði allt að sjóða upp úr eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi. Það virðist sem áhorfendabann sem er í gildi á öllum knattspyrnuleikjum Íslands sé ekki í gildi á Ísafirði.

Sigur Vestra þýðir að ÍBV er komið upp í 2. sæti deildarinnar en Tómas Magnússon skoraði eina mark Eyjamanna er þeir lögðu Aftureldingu af velli í Vestmannaeyjum í kvöld, lokatölur 1-0.

Önnur úrslit

Fram 3-0 Magni Grenivík

Þór Akureyri 5-1 Leiknir Fáskrúðsfjörður

Þróttur Reykjavík 0-2 Grindavik [í hálfleik]

Staðan í deildinni.

Markarskorarar fengnir af Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×