Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Andri Eysteinsson skrifar 19. ágúst 2020 20:55 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi í tvo áratugi, lofaði að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi. AP/Nikolai Petrov/BeITA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. Harðlega hefur verið deilt um niðurstöður kosninganna og segja andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80% kjósenda. Stjórnvöld Evrópuríkja hafa eftir kosningarnar neitað að viðurkenna sigur Lúkasjenkó og samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins í dag að beita viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi vegna forsetans. Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, sagði að það væri ljóst að Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir því að þeim mótmælendum sem hafa verið hnepptir í varðhald verði látnir lausir. Var ákvörðunin tekin eftir að Svetlana Tíkanovskaja, sem var helsti mótframbjóðandi Lúkasjenkó, hafði kallað eftir viðbrögðum ESB við upprisu Hvít-rússa Tíkanovskaja flúði land eftir kosningarnar og dvelur nú í Litháen. Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða.Getty Lúkasjenkó forseti hefur þó ekki látið gagnrýni á sig fá og hefur skipað nýja ríkisstjórn. BBC hefur þá eftir forsetanum að hann hafi kallað eftir því að mótmælin verði kvödd niður. Er forsetinn sagður hafa sagt við öryggisráð sitt að ekki ættu að verða frekari mótmæli í höfuðborginni Mínsk. „Fólk er þreytt og vill frið og ró,“ sagði Lúkasjenkó sem hefur einnig hert landamæragæslu til þess að forðast komu óeirðarseggja til landsins. Hann hefur þá sakað stjórnarandstöðuna um að reyna að sölsa undir sig völd í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. Harðlega hefur verið deilt um niðurstöður kosninganna og segja andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80% kjósenda. Stjórnvöld Evrópuríkja hafa eftir kosningarnar neitað að viðurkenna sigur Lúkasjenkó og samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins í dag að beita viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi vegna forsetans. Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, sagði að það væri ljóst að Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir því að þeim mótmælendum sem hafa verið hnepptir í varðhald verði látnir lausir. Var ákvörðunin tekin eftir að Svetlana Tíkanovskaja, sem var helsti mótframbjóðandi Lúkasjenkó, hafði kallað eftir viðbrögðum ESB við upprisu Hvít-rússa Tíkanovskaja flúði land eftir kosningarnar og dvelur nú í Litháen. Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða.Getty Lúkasjenkó forseti hefur þó ekki látið gagnrýni á sig fá og hefur skipað nýja ríkisstjórn. BBC hefur þá eftir forsetanum að hann hafi kallað eftir því að mótmælin verði kvödd niður. Er forsetinn sagður hafa sagt við öryggisráð sitt að ekki ættu að verða frekari mótmæli í höfuðborginni Mínsk. „Fólk er þreytt og vill frið og ró,“ sagði Lúkasjenkó sem hefur einnig hert landamæragæslu til þess að forðast komu óeirðarseggja til landsins. Hann hefur þá sakað stjórnarandstöðuna um að reyna að sölsa undir sig völd í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira