„Stíflan mun drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 09:26 Bóndinn Makhluf Abu Kassem situr með öðrum bændum úr Öðru þorpi. Þeir sitja í skugga dauðs pálmatrés en nokkur ár eru síðan allt landið var í rækt. AP/Nariman El-Mofty Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði. Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði.
Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira