Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. mars 2020 09:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætir til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á föstudag. vísir/vilhelm Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmennirnir heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfa þeir flestir við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ að því er segir á vef Eflingar. Efling boðar þá sem fara í verkfall á hádegi til fundar klukkan 12:30 í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, var hún önnum kafin í vinnu og vildi lítið tjá sig um gang viðræðna við Reykjavíkurborg en eins og fram hefur komið var fundi frestað um þrjú leytið í nótt og verður honum fram haldið eftir hádegi. Hún segir að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu sannarlega uppi í hinum sveitarfélögunum. Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni eru enn í ótímabundnu verkfalli. Það hófst á miðnætti þann 17. febrúar síðastliðinn. Fundað var í þeirri deilu fram á nótt og boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt dagatali á vef sáttasemjara hefur hins vegar ekki verið boðað til fundar hjá Eflingu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðasti fundur í þeirri deilu var á föstudag samkvæmt dagatali sáttasemjara. Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti var hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun og var skrifað undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta.Fréttin var uppfærð klukkan 10:24 eftir að fréttastofa hafði náð tali af formanni Eflingar. Hveragerði Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Verkföll 2020 Ölfus Tengdar fréttir Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmennirnir heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfa þeir flestir við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ að því er segir á vef Eflingar. Efling boðar þá sem fara í verkfall á hádegi til fundar klukkan 12:30 í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, var hún önnum kafin í vinnu og vildi lítið tjá sig um gang viðræðna við Reykjavíkurborg en eins og fram hefur komið var fundi frestað um þrjú leytið í nótt og verður honum fram haldið eftir hádegi. Hún segir að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu sannarlega uppi í hinum sveitarfélögunum. Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni eru enn í ótímabundnu verkfalli. Það hófst á miðnætti þann 17. febrúar síðastliðinn. Fundað var í þeirri deilu fram á nótt og boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt dagatali á vef sáttasemjara hefur hins vegar ekki verið boðað til fundar hjá Eflingu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðasti fundur í þeirri deilu var á föstudag samkvæmt dagatali sáttasemjara. Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti var hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun og var skrifað undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta.Fréttin var uppfærð klukkan 10:24 eftir að fréttastofa hafði náð tali af formanni Eflingar.
Hveragerði Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Verkföll 2020 Ölfus Tengdar fréttir Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18