Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 12:00 Mikið óvissuástand ríkti fyrir leik SPAL og Parma en nú hefur verið ákveðið að leikurinn fari fram. vísir/getty Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. Íþróttamálaráðherrann, Vincenzo Sapdafora, gaf frá sér yfirlýsingu aðeins skömmu áður en fyrsti leikur dagsins átti að hefjast, á milli Parma og SPAL. Leikmenn stóðu hreinlega í göngunum og voru á leið inn á völl en var gert að snúa við. Áður hafði verið sett á áhorfendabann á fótboltaleikjum á Ítalíu, og í nótt var sett á strangt ferðabann víða um Norður-Ítalíu. Leik Parma og SPAL var fyrst frestað um 30 mínútur og svo 15 mínútur, en nú á leikurinn að hefjast kl. 12.45, þvert á vilja íþróttamálaráðherra. „Það er ekkert vit í því að á meðan að við biðjum fólkið í landinu um gríðarlegar fórnir til að hefta útbreiðslu veirunnar, þá setjum við heilsu leikmanna, þjálfara, dómara og stuðningsmanna, sem munu auðvitað koma saman til að horfa á leikina, bara til að vernda hagsmuni þeirra sem eru í kringum íþróttina,“ sagði Sapdafora og sagði það skyldu forseta ítalska knattspyrnusambandsins að grípa inn í. Fimm leikir eru á dagskrá í ítölsku A-deildinni í dag, meðal annars stórleikur Juventus og Inter sem ætlunin er að verði í beinni útsendingu kl. 19.45 á Stöð 2 Sport. Serie A have decided to PLAY the match Parma-Spal and also the other today’s matches (also Juventus-Inter). #SerieA#Covid19— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. Íþróttamálaráðherrann, Vincenzo Sapdafora, gaf frá sér yfirlýsingu aðeins skömmu áður en fyrsti leikur dagsins átti að hefjast, á milli Parma og SPAL. Leikmenn stóðu hreinlega í göngunum og voru á leið inn á völl en var gert að snúa við. Áður hafði verið sett á áhorfendabann á fótboltaleikjum á Ítalíu, og í nótt var sett á strangt ferðabann víða um Norður-Ítalíu. Leik Parma og SPAL var fyrst frestað um 30 mínútur og svo 15 mínútur, en nú á leikurinn að hefjast kl. 12.45, þvert á vilja íþróttamálaráðherra. „Það er ekkert vit í því að á meðan að við biðjum fólkið í landinu um gríðarlegar fórnir til að hefta útbreiðslu veirunnar, þá setjum við heilsu leikmanna, þjálfara, dómara og stuðningsmanna, sem munu auðvitað koma saman til að horfa á leikina, bara til að vernda hagsmuni þeirra sem eru í kringum íþróttina,“ sagði Sapdafora og sagði það skyldu forseta ítalska knattspyrnusambandsins að grípa inn í. Fimm leikir eru á dagskrá í ítölsku A-deildinni í dag, meðal annars stórleikur Juventus og Inter sem ætlunin er að verði í beinni útsendingu kl. 19.45 á Stöð 2 Sport. Serie A have decided to PLAY the match Parma-Spal and also the other today’s matches (also Juventus-Inter). #SerieA#Covid19— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30
Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01