Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 11:47 Danska undankeppnin mun fara fram án áhorfenda í salnum. getty/ STR Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti ónefndur starfsmaður ríkisútvarpsins við hollensku fréttastofuna AD. Í gær var tilkynnt að danska undankeppnin, Melodi Grand Prix 2020, verði haldin án áhorfenda vegna veirunnar. Þá hefur sænska ríkisútvarpið tilkynnt að lokakvöld undankeppni Melodifestivalen verði haldin með áhorfendum í salnum en fólk hefur verið beðið um að mæta ekki hafi það verið á áhættusvæðum á síðustu tveimur vikum. Heimildarmaðurinn vildi ekki tilgreina hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar en ekki hefur verið rætt að aflýsa keppninni. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort rætt hafi verið að halda keppnina án áhorfenda í salnum. Þá sagði talsmaður Evrópusamtaka útvarpsstöðva að fylgst væri náið með þróun kórónuveirufaraldursins og að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfirvalda innanlands væri tekið alvarlega. Fjöldi smitaðra í Hollandi er nú 128 og hefur sá fjöldi aukist verulega síðustu daga. Einn hefur látist þar í landi vegna veirunnar. Þá heldur fjöldi smitaðra í Evrópu allri að aukast og þá sérstaklega á Ítalíu en nú hafa 4.636 smit verið staðfest þar í landi og 197 dauðsföll. Viðburðum víða um álfuna, þar á meðal í Hollandi og á Íslandi, hefur verið frestað, aflýst eða þeir haldnir án áhorfenda. Þá sagði forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, að það væri óskynsamlegt að aflýsa keppninni vegna kórónuveirunnar. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti ónefndur starfsmaður ríkisútvarpsins við hollensku fréttastofuna AD. Í gær var tilkynnt að danska undankeppnin, Melodi Grand Prix 2020, verði haldin án áhorfenda vegna veirunnar. Þá hefur sænska ríkisútvarpið tilkynnt að lokakvöld undankeppni Melodifestivalen verði haldin með áhorfendum í salnum en fólk hefur verið beðið um að mæta ekki hafi það verið á áhættusvæðum á síðustu tveimur vikum. Heimildarmaðurinn vildi ekki tilgreina hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar en ekki hefur verið rætt að aflýsa keppninni. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort rætt hafi verið að halda keppnina án áhorfenda í salnum. Þá sagði talsmaður Evrópusamtaka útvarpsstöðva að fylgst væri náið með þróun kórónuveirufaraldursins og að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfirvalda innanlands væri tekið alvarlega. Fjöldi smitaðra í Hollandi er nú 128 og hefur sá fjöldi aukist verulega síðustu daga. Einn hefur látist þar í landi vegna veirunnar. Þá heldur fjöldi smitaðra í Evrópu allri að aukast og þá sérstaklega á Ítalíu en nú hafa 4.636 smit verið staðfest þar í landi og 197 dauðsföll. Viðburðum víða um álfuna, þar á meðal í Hollandi og á Íslandi, hefur verið frestað, aflýst eða þeir haldnir án áhorfenda. Þá sagði forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, að það væri óskynsamlegt að aflýsa keppninni vegna kórónuveirunnar.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27
Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00