Villi skammaði áhorfendur í Gettu betur Andri Eysteinsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. mars 2020 22:15 Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir eru spurningahöfundar Gettu betur. RÚV Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins. Viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands. „Ég vil biðja alla um að vera til fyrirmyndar hérna inni. Hérna erum við saman að skemmta okkur, þetta á að vera gaman og skemmtilegt. Hérna eru krakkar uppi á sviði sem eru búin að leggja ótrúlega mikið á sig og þau eiga skilið að blómstra hérna og sýna hvað í þeim býr,“ sagði Vilhelm eftir að stuðningshópur Verzlunarskólans hafði sungið orðið „plastpokar“ hástöfum eftir að MR hafði svarað annarri vísbendingaspurningu keppninnar rétt. Söngur Verzlinganna var vísun í meint svindl MR-liðsins í viðureign þeirra gegn Kvennó en mikið var rætt um á samfélagsmiðlum og varð atvikið til að mynda kveikjan að greinaskrifum fyrrverandi keppanda Borgarholtsskóla um málið. MR bar þá sigurorð af Kvennaskólanum með einu stigi en í vísbendingaspurningahluta keppninnar virtist sem svo að áhorfandi hafi kallað til MR-liðsins og þau í kjölfarið breytt svari sínu úr frauðplast í plastpokar. Upp komu vangaveltur hvort um væri að ræða þjálfara MR-liðsins og var kallað eftir aðgerðum af hálfu RÚV þar sem sigur MR vannst með minnsta mun. Svo fór að úrslitin stóðu og MR-ingar komust því áfram í undanúrslitin sem fram fóru í kvöld.Menntaskólinn í Reykjavík vann að lokum öruggan sigur með 35 stigum gegn 22 stigum Verzlunarskólans. MR getur því tryggt sér sinn 21. hljóðnema í úrslitum Gettu betur næsta föstudag. Þar mun MR mæta firnasterku liði Borgarholtsskóla sem freistar þess að vinna sinn annan titil. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54 Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins. Viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands. „Ég vil biðja alla um að vera til fyrirmyndar hérna inni. Hérna erum við saman að skemmta okkur, þetta á að vera gaman og skemmtilegt. Hérna eru krakkar uppi á sviði sem eru búin að leggja ótrúlega mikið á sig og þau eiga skilið að blómstra hérna og sýna hvað í þeim býr,“ sagði Vilhelm eftir að stuðningshópur Verzlunarskólans hafði sungið orðið „plastpokar“ hástöfum eftir að MR hafði svarað annarri vísbendingaspurningu keppninnar rétt. Söngur Verzlinganna var vísun í meint svindl MR-liðsins í viðureign þeirra gegn Kvennó en mikið var rætt um á samfélagsmiðlum og varð atvikið til að mynda kveikjan að greinaskrifum fyrrverandi keppanda Borgarholtsskóla um málið. MR bar þá sigurorð af Kvennaskólanum með einu stigi en í vísbendingaspurningahluta keppninnar virtist sem svo að áhorfandi hafi kallað til MR-liðsins og þau í kjölfarið breytt svari sínu úr frauðplast í plastpokar. Upp komu vangaveltur hvort um væri að ræða þjálfara MR-liðsins og var kallað eftir aðgerðum af hálfu RÚV þar sem sigur MR vannst með minnsta mun. Svo fór að úrslitin stóðu og MR-ingar komust því áfram í undanúrslitin sem fram fóru í kvöld.Menntaskólinn í Reykjavík vann að lokum öruggan sigur með 35 stigum gegn 22 stigum Verzlunarskólans. MR getur því tryggt sér sinn 21. hljóðnema í úrslitum Gettu betur næsta föstudag. Þar mun MR mæta firnasterku liði Borgarholtsskóla sem freistar þess að vinna sinn annan titil.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54 Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54
Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01
Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10