SGS fagnar kjarasamningi og að þurfa ekki lengur að gista í tjöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 14:13 Af fundi samninganefndanna í dag. SGS Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og ríkisins voru rétt í þessu að undirrita kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningurinn tekur til 18 aðildarfélaga SGS og gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndirnar náðu samkomulagi um „útlínur“ kjarasamningsins þann 19. febrúar og hefur vinna staðið yfir síðustu vikur við að ganga frá lausum endum. „Ég er mjög sáttur við að vera búinn að ná samningi við ríkið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Hann segir líklega tvö til þrjú þúsund manns heyra undir félögin átján. Stöðugildin eru um 1500 en margir eru í hlutastörfum. Vaktasamkomulagið sem náðist í vikunni hafi verið lykilatriðið. Stóru línurnar í viðræðum SGS við ríkið hafi verið farnar að skýrast. „Það er gott að vera búinn að ná þessu og mikill áfangi að skrifa undir kjarasamning sem er afturvirkur til 1. apríl 2019. Ég hef verið lengi í þessum og man ekki eftir að samningur á okkar vegum hafi náð svo langt aftur í tímann.“ Út úr tjöldunum Í tilkynningu frá SGS kemur fram að með nýju samkomulagi losni félagsmenn SGS undan þeirri kvöð að vera látnir sofa í tjöldum. Björn skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hann út í þessa breytingu. „Þetta var búið að vera lengi í kjarasamningum að það væri heimilt að láta menn gista í tjöldum en það þyrfti að vera trébotn í tjöldunum. Menn hafa hlegið að þessu. En nú má það ekki lengur,“ segir Björn. Um hafi verið að ræða fólk í brúarvinnu og vegagerð. „Menn voru að hlæja að þessu, að árið væri 2020 og allt í lagi að taka út.“ Penninn á lofti hjá SGS SGS, sem er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, hefur gengið frá nokkrum fjölda kjarasamninga að undanförnu. Til að mynda samþykktu 17 aðildarfélög sambandsins nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaganna í byrjun febrúar, auk þess sem SGS og Landsvirkjun náðu saman í lok janúar. Samningar SGS við ríkið höfðu verið lausir frá því 31. mars í fyrra. Nýsamþykktur kjarasamningur verður nú borinn undir félagsmenn og standa vonir til að atkvæðagreiðslu ljúki þann 26. mars. Hér að neðan má sjá helstu atriða nýja samningsins, samkvæmt upplýsingum frá SGS. Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu. Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa. Framlag í orlofssjóð hækkar. Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum. Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og ríkisins voru rétt í þessu að undirrita kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningurinn tekur til 18 aðildarfélaga SGS og gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndirnar náðu samkomulagi um „útlínur“ kjarasamningsins þann 19. febrúar og hefur vinna staðið yfir síðustu vikur við að ganga frá lausum endum. „Ég er mjög sáttur við að vera búinn að ná samningi við ríkið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Hann segir líklega tvö til þrjú þúsund manns heyra undir félögin átján. Stöðugildin eru um 1500 en margir eru í hlutastörfum. Vaktasamkomulagið sem náðist í vikunni hafi verið lykilatriðið. Stóru línurnar í viðræðum SGS við ríkið hafi verið farnar að skýrast. „Það er gott að vera búinn að ná þessu og mikill áfangi að skrifa undir kjarasamning sem er afturvirkur til 1. apríl 2019. Ég hef verið lengi í þessum og man ekki eftir að samningur á okkar vegum hafi náð svo langt aftur í tímann.“ Út úr tjöldunum Í tilkynningu frá SGS kemur fram að með nýju samkomulagi losni félagsmenn SGS undan þeirri kvöð að vera látnir sofa í tjöldum. Björn skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hann út í þessa breytingu. „Þetta var búið að vera lengi í kjarasamningum að það væri heimilt að láta menn gista í tjöldum en það þyrfti að vera trébotn í tjöldunum. Menn hafa hlegið að þessu. En nú má það ekki lengur,“ segir Björn. Um hafi verið að ræða fólk í brúarvinnu og vegagerð. „Menn voru að hlæja að þessu, að árið væri 2020 og allt í lagi að taka út.“ Penninn á lofti hjá SGS SGS, sem er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, hefur gengið frá nokkrum fjölda kjarasamninga að undanförnu. Til að mynda samþykktu 17 aðildarfélög sambandsins nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaganna í byrjun febrúar, auk þess sem SGS og Landsvirkjun náðu saman í lok janúar. Samningar SGS við ríkið höfðu verið lausir frá því 31. mars í fyrra. Nýsamþykktur kjarasamningur verður nú borinn undir félagsmenn og standa vonir til að atkvæðagreiðslu ljúki þann 26. mars. Hér að neðan má sjá helstu atriða nýja samningsins, samkvæmt upplýsingum frá SGS. Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu. Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa. Framlag í orlofssjóð hækkar. Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum. Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27