Giannis hrósar LeBron í hástert og segir hann veita sér innblástur Ísak Hallmundarson skrifar 6. mars 2020 17:00 Giannis og LeBron í stjörnuleiknum vísir/getty Los Angels Lakers fær Milwaukee Bucks í heimsókn í NBA-deildinni í nótt. Þetta er sannkallaður stórleikur þar sem Lakers eru efstir í Vesturdeildinni og Bucks eru langefstir í Austurdeildinni. Stærstu stjörnur þessara liða eru LeBron James hjá Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks. Þessir tveir hafa einmitt verið fyrirliðar sinna liða í stjörnuleiknum síðustu tvö ár og er oft stillt upp gegn hvorum öðrum. Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James veiti sér innblástur. ,,Þetta er ótrúlegt. Hann er 35 ára og spilar á hæsta stigi,“ sagði sá gríski. ,,Oft á tíðum hugsar maður með sér að maður verði hættur í körfubolta 35 ára, en að sjá 35 ára gamlan leikmann sem er enn þá einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, það fær mann til að vilja gera það sama. Ég verð því að halda áfram að hugsa vel um líkamann, borða rétt og lifa heilbrigðum lífsstíl. Hann (LeBron) hefur sett fordæmið og vonandi getur maður fetað í hans spor.“ Antetokounmpo, sem er 25 ára, hefur átt magnað tímabil með Milwaukee í vetur og er liðið með langbesta árangurinn í allri NBA-deildinni. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og stefnir hraðbyr í átt að því að verja þann titil. Góðar líkur eru á því að þessi tvö lið, Lakers og Bucks, mætist í úrslitum NBA-deildarinnar. ,,Við þurfum bara að mæta þangað og spila góðan körfubolta. Við vitum að Lakers munu mæta grimmir til leiks. Við unnum þá síðast þannig þeir munu reyna að hefna sín í þessum leik,“ sagði Giannis um leikinn gegn LA Lakers, sem verður kl. 02:30 á íslenskum tíma í nótt. NBA Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Sjá meira
Los Angels Lakers fær Milwaukee Bucks í heimsókn í NBA-deildinni í nótt. Þetta er sannkallaður stórleikur þar sem Lakers eru efstir í Vesturdeildinni og Bucks eru langefstir í Austurdeildinni. Stærstu stjörnur þessara liða eru LeBron James hjá Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks. Þessir tveir hafa einmitt verið fyrirliðar sinna liða í stjörnuleiknum síðustu tvö ár og er oft stillt upp gegn hvorum öðrum. Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James veiti sér innblástur. ,,Þetta er ótrúlegt. Hann er 35 ára og spilar á hæsta stigi,“ sagði sá gríski. ,,Oft á tíðum hugsar maður með sér að maður verði hættur í körfubolta 35 ára, en að sjá 35 ára gamlan leikmann sem er enn þá einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, það fær mann til að vilja gera það sama. Ég verð því að halda áfram að hugsa vel um líkamann, borða rétt og lifa heilbrigðum lífsstíl. Hann (LeBron) hefur sett fordæmið og vonandi getur maður fetað í hans spor.“ Antetokounmpo, sem er 25 ára, hefur átt magnað tímabil með Milwaukee í vetur og er liðið með langbesta árangurinn í allri NBA-deildinni. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og stefnir hraðbyr í átt að því að verja þann titil. Góðar líkur eru á því að þessi tvö lið, Lakers og Bucks, mætist í úrslitum NBA-deildarinnar. ,,Við þurfum bara að mæta þangað og spila góðan körfubolta. Við vitum að Lakers munu mæta grimmir til leiks. Við unnum þá síðast þannig þeir munu reyna að hefna sín í þessum leik,“ sagði Giannis um leikinn gegn LA Lakers, sem verður kl. 02:30 á íslenskum tíma í nótt.
NBA Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Sjá meira