Lokun þingpalla og fækkun utanlandsferða meðal þess sem kemur til greina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 19:45 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira