Berlusconi yngir verulega upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 14:55 Marta Fascina, Silvio Berlusconi og Francesca Pascale. Samsett/getty/Facebook Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til tólf ára, Francescu Pascale. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Berlusconi sé þegar kominn með nýja kærustu, þingkonuna Mörtu Fascina. Forza Italia, flokkur Berlusconi, tilkynnti um sambandsslit hans og Pascale í yfirlýsingu. Rétt tæplega fimmtíu ára aldursmunur er á fyrrverandi parinu en Berlusconi er 83 ára og Pascale 34 ára. Sambandsslitin virðast hafa reynst þeirri síðarnefndu þungbær en hún segir í samtali við ítalska dagblaðið Repubblica að hún sé agndofa yfir tilkynningu flokksins. „Mér mun þykja vænt um hann að eilífu. Ég óska honum allra hamingjunnar í heiminum og vona að hann finni einhvern sem hugsi um hann líkt og ég hef gert,“ segir Pascale. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Berlusconi sé þegar tekinn saman við aðra konu. Sú heitir Marta Fascina og er þingkona Forza Italia. Hún er þrítug og þar með 53 árum yngri en Berlusconi. Orðrómur um samband þeirra fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér finnst það í lagi,“ sagði Pascale um málið. Berlusconi er tvífráskilinn og á fimm börn. Seinni eiginkona hans, Veronica Lario, kveðst hafa farið frá honum vegna ítrekaðs samneytis hans við ungar stúlkur. Berlusconi var árið 2013 dæmdur fyrir vændiskaup af stúlkum undir lögaldri en dómnum var síðar snúið við. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir skattsvik. Hann situr nú á Evrópuþinginu fyrir Ítalíu. Ítalía Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35 Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til tólf ára, Francescu Pascale. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Berlusconi sé þegar kominn með nýja kærustu, þingkonuna Mörtu Fascina. Forza Italia, flokkur Berlusconi, tilkynnti um sambandsslit hans og Pascale í yfirlýsingu. Rétt tæplega fimmtíu ára aldursmunur er á fyrrverandi parinu en Berlusconi er 83 ára og Pascale 34 ára. Sambandsslitin virðast hafa reynst þeirri síðarnefndu þungbær en hún segir í samtali við ítalska dagblaðið Repubblica að hún sé agndofa yfir tilkynningu flokksins. „Mér mun þykja vænt um hann að eilífu. Ég óska honum allra hamingjunnar í heiminum og vona að hann finni einhvern sem hugsi um hann líkt og ég hef gert,“ segir Pascale. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Berlusconi sé þegar tekinn saman við aðra konu. Sú heitir Marta Fascina og er þingkona Forza Italia. Hún er þrítug og þar með 53 árum yngri en Berlusconi. Orðrómur um samband þeirra fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér finnst það í lagi,“ sagði Pascale um málið. Berlusconi er tvífráskilinn og á fimm börn. Seinni eiginkona hans, Veronica Lario, kveðst hafa farið frá honum vegna ítrekaðs samneytis hans við ungar stúlkur. Berlusconi var árið 2013 dæmdur fyrir vændiskaup af stúlkum undir lögaldri en dómnum var síðar snúið við. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir skattsvik. Hann situr nú á Evrópuþinginu fyrir Ítalíu.
Ítalía Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35 Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15
Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35
Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35
Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00