Hin ýmsu tæknifyrirbrigði skoðuð á skemmtilegan og einfaldan hátt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:23 Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall eru umsjónarmenn Gagnaversins. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer af stað hlaðvarpið Gagnaverið. Þættirnir munu birtast hér á Vísi en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. „Ég hef alltaf haft áhuga á fjölmiðlun og tækni, mig langar með þessu hlaðvarpi að skapa áhuga fyrir tæknifyrirbrigðum og hafa það þannig að fólk geti nýtt þetta sem aðgangspunkt inn í frekari þekkingu á efninu,“ segir Arnar í samtali við Vísi.„Gagnaverið er hlaðvarp þar sem skoðað er hin ýmsu tæknifyrirbrigði á skemmtilegan og einfaldan hátt. Við bæði skautum yfir helstu sögu og staðreyndir og fáum svo til okkar sérfræðinga á sviðinu sem kafa aðeins dýpra í efnið með okkur.“ Arnar segir að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er allstaðar í kringum okkur. Hann segir að það sem greini Gagnaverið frá öðrum hlaðvörpum sé viðfangsefnið. „Einu tæknihlaðvörpin um tækni eru tækjaþættir en við viljum skoða viðfangsefnið í heild sinni. Ekkert annað hlaðvarp á Íslandi er að taka fyrir þau viðfangsefni sem við tökum fyrir.“ Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar.„Ég persónulega hef mikinn áhuga á privacy umræðunni, hversu mikið tækin okkar stjórna okkar daglega lífi og hversu miklar og persónulegar upplýsingar mörg forrit og fyrirtæki safna um okkur og selja fyrir rosalegar upphæðir. Einnig hef ég mikinn áhuga á raddstýringu tækja, sérstaklega þróun þeirra hér innanlands, nokkur fyrirtæki, þar á meðal Samrómur, verkefnið hjá Háskóla Íslands að íslenska Siri og Google Assistant.“ Arnar lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands, hann vinnur sem sölumaður hjá SÝN ásamt því að þjálfa lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í MORFÍs. „Ég legg mikið upp úr því að gera bæði skemmtilegt og fræðandi efni, við öll höfum gríðarlegan metnað fyrir verkefninu og vonum bara að hlustendur njóti.“Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið fer á loftið á Vísi í kvöld. Í fyrsta þætti ræða þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall um rafíþróttir. Tækni Upplýsingatækni Gagnaverið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Í kvöld fer af stað hlaðvarpið Gagnaverið. Þættirnir munu birtast hér á Vísi en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. „Ég hef alltaf haft áhuga á fjölmiðlun og tækni, mig langar með þessu hlaðvarpi að skapa áhuga fyrir tæknifyrirbrigðum og hafa það þannig að fólk geti nýtt þetta sem aðgangspunkt inn í frekari þekkingu á efninu,“ segir Arnar í samtali við Vísi.„Gagnaverið er hlaðvarp þar sem skoðað er hin ýmsu tæknifyrirbrigði á skemmtilegan og einfaldan hátt. Við bæði skautum yfir helstu sögu og staðreyndir og fáum svo til okkar sérfræðinga á sviðinu sem kafa aðeins dýpra í efnið með okkur.“ Arnar segir að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er allstaðar í kringum okkur. Hann segir að það sem greini Gagnaverið frá öðrum hlaðvörpum sé viðfangsefnið. „Einu tæknihlaðvörpin um tækni eru tækjaþættir en við viljum skoða viðfangsefnið í heild sinni. Ekkert annað hlaðvarp á Íslandi er að taka fyrir þau viðfangsefni sem við tökum fyrir.“ Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar.„Ég persónulega hef mikinn áhuga á privacy umræðunni, hversu mikið tækin okkar stjórna okkar daglega lífi og hversu miklar og persónulegar upplýsingar mörg forrit og fyrirtæki safna um okkur og selja fyrir rosalegar upphæðir. Einnig hef ég mikinn áhuga á raddstýringu tækja, sérstaklega þróun þeirra hér innanlands, nokkur fyrirtæki, þar á meðal Samrómur, verkefnið hjá Háskóla Íslands að íslenska Siri og Google Assistant.“ Arnar lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands, hann vinnur sem sölumaður hjá SÝN ásamt því að þjálfa lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í MORFÍs. „Ég legg mikið upp úr því að gera bæði skemmtilegt og fræðandi efni, við öll höfum gríðarlegan metnað fyrir verkefninu og vonum bara að hlustendur njóti.“Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið fer á loftið á Vísi í kvöld. Í fyrsta þætti ræða þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall um rafíþróttir.
Tækni Upplýsingatækni Gagnaverið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira