Öllum verða tryggð laun í sóttkví Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðilar vinnumarkaðsins og stjónvöld muni tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví haldi launum sínum. stöð 2 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08