„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:00 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir veiruna hafa komið upp á versta tíma, þegar Kínverjar fögnuðu nýja árinu og lögðust í ferðalög. Vísir/Vilhelm Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira