Báru kennsl á handlegginn sem fannst á Selvogsgrunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:49 Handleggurinn kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni í maí 2017. Selvogsgrunn er merkt með rauðum punkti á korti. Map.is/Hjalti Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 er af íslenskum karlmanni sem hvarf tæpum tveimur árum áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Vísir greindi frá því í janúar að umræddar líkamsleifar hefðu fundist og var málið þá hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi. Upphandleggsbeinið er af Guðmundi Geir Sveinssyni sem fæddur var 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi. Leit að honum hófst 26. desember 2015 en þá voru sterkar vísbendingar um að hann hefði fallið í Ölfusá við kirkjugarðinn á Selfossi. Leitin reyndist árangurslaus og var hætt. „En allar götur síðan hafa menn svipast um eftir því hvort eitthvað fyndist sem skýrt gæti hvarf hans,“ segir í tilkynningu lögreglu. Sjá einnig: Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Líkt og Vísir greindi frá í janúar fengu sjómenn á snurvoðarbát upphandleggsbein úr manni í veiðarfæri við veiðar á Selvogsgrunni 18. maí 2017. Sýni úr beininu var sent í aldursgreiningu og fékkst þar sú niðurstaða að það væri úr manni sem að öllum líkindum hefði látist á tímabilinu frá 2004 til 2007. „[…] og því fáir sem komu til greina sem eigendur að því,“ segir í tilkynningu lögreglu. Í janúar síðastliðnum var svo ákveðið að útvíkka umrætt tímabil. Við rannsókn Rättmedicinalverket í Svíþjóð kom í ljós að DNA-snið úr beininu samsvaraði DNA-sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guðmundar Geirs þegar hann hvarf. Lögregla hefur fundað með aðstandendum um niðurstöðu málsins og verða þessar jarðnesku leifar afhentar þeim á allra næstu dögum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Höfðu ekki fundið neinar vísbendingar Borin voru kennsl á höfuðkúpu manns sem hvarf í umdæmi lögreglu á Suðurlandi fyrir 25 árum í janúar síðastliðnum. Maðurinn hét Jón Ólafsson, fæddur 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Lögregla á Suðurlandi hefur undanfarin misseri unnið að því að safna lífsýnum úr aðstandendum fólks sem horfið hefur úr umdæminu á liðnum árum. Vísir ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, um höfuðkúpuna í janúar. Þegar Oddur var inntur eftir því hvort lögregla hafi inni á sínu borði fleiri óupplýst mál af slíku tagi, þar sem finnast líkamsleifar sem ekki tekst að bera kennsl á, sagðist Oddur aðeins vita um eitt. Um væri að ræða líkamsleifar sem komu í net úti fyrir Suðurlandi í maí árið 2017. „Eftir því sem ég best veit er einungis eitt tilvik sem er enn óþekkt. Það er handleggur af manni sem kom í veiðarfæri báts suður af landinu í Selvogi, á Selvogsgrunni, 2017. Við vitum að hann [handleggurinn] er nýlegur í skilningi þess orðs að hann er frá síðustu áratugum og við erum búnir að fá DNA-snið frá honum en hann hefur ekki samsvarað þeim sýnum sem eru til hjá okkur í dag.“ Oddur sagði þá að engar vísbendingar hefðu fundist í tengslum við málið. Þá væri DNA-sniðið ekki endilega íslenskt og allt eins líklegt að um útlending væri að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30 Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34 Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 er af íslenskum karlmanni sem hvarf tæpum tveimur árum áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Vísir greindi frá því í janúar að umræddar líkamsleifar hefðu fundist og var málið þá hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi. Upphandleggsbeinið er af Guðmundi Geir Sveinssyni sem fæddur var 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi. Leit að honum hófst 26. desember 2015 en þá voru sterkar vísbendingar um að hann hefði fallið í Ölfusá við kirkjugarðinn á Selfossi. Leitin reyndist árangurslaus og var hætt. „En allar götur síðan hafa menn svipast um eftir því hvort eitthvað fyndist sem skýrt gæti hvarf hans,“ segir í tilkynningu lögreglu. Sjá einnig: Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Líkt og Vísir greindi frá í janúar fengu sjómenn á snurvoðarbát upphandleggsbein úr manni í veiðarfæri við veiðar á Selvogsgrunni 18. maí 2017. Sýni úr beininu var sent í aldursgreiningu og fékkst þar sú niðurstaða að það væri úr manni sem að öllum líkindum hefði látist á tímabilinu frá 2004 til 2007. „[…] og því fáir sem komu til greina sem eigendur að því,“ segir í tilkynningu lögreglu. Í janúar síðastliðnum var svo ákveðið að útvíkka umrætt tímabil. Við rannsókn Rättmedicinalverket í Svíþjóð kom í ljós að DNA-snið úr beininu samsvaraði DNA-sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guðmundar Geirs þegar hann hvarf. Lögregla hefur fundað með aðstandendum um niðurstöðu málsins og verða þessar jarðnesku leifar afhentar þeim á allra næstu dögum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Höfðu ekki fundið neinar vísbendingar Borin voru kennsl á höfuðkúpu manns sem hvarf í umdæmi lögreglu á Suðurlandi fyrir 25 árum í janúar síðastliðnum. Maðurinn hét Jón Ólafsson, fæddur 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Lögregla á Suðurlandi hefur undanfarin misseri unnið að því að safna lífsýnum úr aðstandendum fólks sem horfið hefur úr umdæminu á liðnum árum. Vísir ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, um höfuðkúpuna í janúar. Þegar Oddur var inntur eftir því hvort lögregla hafi inni á sínu borði fleiri óupplýst mál af slíku tagi, þar sem finnast líkamsleifar sem ekki tekst að bera kennsl á, sagðist Oddur aðeins vita um eitt. Um væri að ræða líkamsleifar sem komu í net úti fyrir Suðurlandi í maí árið 2017. „Eftir því sem ég best veit er einungis eitt tilvik sem er enn óþekkt. Það er handleggur af manni sem kom í veiðarfæri báts suður af landinu í Selvogi, á Selvogsgrunni, 2017. Við vitum að hann [handleggurinn] er nýlegur í skilningi þess orðs að hann er frá síðustu áratugum og við erum búnir að fá DNA-snið frá honum en hann hefur ekki samsvarað þeim sýnum sem eru til hjá okkur í dag.“ Oddur sagði þá að engar vísbendingar hefðu fundist í tengslum við málið. Þá væri DNA-sniðið ekki endilega íslenskt og allt eins líklegt að um útlending væri að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30 Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34 Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30
Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17
Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44