Færeyingar svekktir og pirraðir út í hræsnarann Robert Plant Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 10:43 Robert Plant og Suzi Dian syngja hér á tónleikum Saving Grace um mitt síðasta ár. Getty/David Corio Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“ Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“
Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43
Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50
Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48