Innlent

Fullur ferða­maður fékk háa sekt fyrir ofsa­akstur á Reykja­nes­braut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Reykjanesbraut. Mynd er úr safni.
Frá Reykjanesbraut. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm

Erlendur ferðamaður sem ók á 138 kílómetra hraða eftir Reykjanesbraut reyndist einnig vera undir áhrifum áfengis, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Ferðamaðurinn þurfti að greiða tæplega 300 þúsund krónur í sekt fyrir brot sín. Ekki kemur fram í tilkynningu hvenær maðurinn var stöðvaður.

Þá mældist annar erlendur ferðamaður á 144 kílómetra hraða, einnig á Reykjanesbraut. Hámarkshraði þar er 90 kílómetrar á klukkustund og báðir hinir brotlegu því rækilega yfir honum.

Tveir ökumenn framvísuðu jafnframt fölsuðum ökuskírteinum. Á annan tug ökumanna voru, auk ofangreindra, kærðir fyrir of hraðan akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×