Þolinmóðir Keflvíkingar á fleygiferð í Lengjudeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 20:30 Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, hefur aðeins fengið á sig 12 mörk í sumar. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í Lengjudeildinni og þá hefur ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Keflavík. Vísir/Vilhelm Staðan í Lengjudeildinni þegar tíu umferðum er lokið er nokkuð jöfn. Aðeins munar þremur stigum á toppliði Keflavíkur og Leikni Reykjavík sem eru í 4. sæti deildarinnar, af tólf liðum. Keflvík er hins vegar í ákveðnum sérflokki. ÍBV er vissulega eina taplausa lið deildarinnar en ekkert lið kemst nálægt Keflavík í markaskorun. Þá er liðið, ásamt ÍBV og Vestra, það lið sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni. Í tíu leikjum hefur Keflavík skorað 35 mörk eða að meðaltali 3.5 í leik. Það verður að teljast frábær árangur og þá virðist brotthvarf Adams Ægis Pálssonar – sem skipti yfir í Víking Reykjavík á dögunum – ekki hafa haft mikil áhrif á sóknarleik liðsins. Mögulega mun brotthvarf Adams skipta meira máli þegar líður á sumarið en hans virtist ekki saknað á vellinum þegar Keflvíkingar skoruðu sex mörk á lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í Víking Ólafsvík er liðin mættust á dögunum. Þá drógu Keflvíkingar réttar tölu í útlendingalottóinu en Josep Arthur Gibbs hefur verið óstöðvandi í sumar. Hann hefur skorað 13 af 35 mörkum Keflvíkinga. Næst markahæstir eru svo Kian Paul James Williams og Adam Ægir Pálsson með fjögur mörk hvor. Þá hefur varnarmaðurinn Ígnacio Heras Anglada skorað tvívegis. Keflavík tapaði 3-2 fyrir Pepsi Max deildarliði Breiðabliks á Kópavogsvelli er liðin mættust í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Staða Keflavíkur í deildinni vekur einnig athygli fyrir þær sakir að liðið hefur verið án lykilmanna í fjölda leikja í sumar. Heras hefur til að mynda misst af tveimur leikjum til þessa. Magnús Þór Magnússon – fyrirliði liðsins – fór meiddur út af vegna meiðsla í bikarleik gegn Birninum fyrir mót og hefur ekki enn leikið deildarleik í sumar. Þá hefur Frans Elvarsson, prímusmótor 4-4-2 leikkerfisins sem liðið spilar, misst af fjórum leikjum vegna meiðsla í sumar. Miðað við hvernig þeir Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar liðsins, hafa tæklað brotthvarf lykilmanna fram að þessu ættu þeir að eiga auðvelt með að fylla skarð Adams það sem eftir lifir sumars. Aðeins tvö ár eru síðan Keflvíkingar féllu með skömm úr Pepsi Max deild karla. Liðið vann ekki leik og endaði með fjögur stig að loknum 22 umferðum. Liðið hefur vissulega breyst töluvert síðan þá en hrósa verður Eysteini Húna og stjórn Keflavíkur fyrir það hvernig liðið tæklaði fallið. Félagið fór í ákveðna naflaskoðun og var í raun stefnan aldrei á að fara upp síðasta sumar. Liðið endaði í 5. sæti mjög jafnrar Lengjudeildar með 34 stig, níu minna en Grótta sem vann deildina. Skoraði liðið aðeins 32 mörk allt sumarið. Í október á síðasta ári var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem og þess kínverska, ráðinn inn sem aðalþjálfari liðsins ásamt Eysteini Húna. Hefur samstarf þeirra gengið framar vonum eins og Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður liðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar ná einkar vel saman.Vísir/Vilhelm Hvort gott gengi Keflavíkur heldur áfram verður að koma í ljós en það er öruggt að ef lið ætli sér upp úr Lengjudeildina þurfa þau að leggja þolinmóða Keflvíkinga af velli. Næsti leikur liðsins er í Mosfellsbæ gegn Aftureldingu á laugardaginn kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Lengjudeildin Tengdar fréttir Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Staðan í Lengjudeildinni þegar tíu umferðum er lokið er nokkuð jöfn. Aðeins munar þremur stigum á toppliði Keflavíkur og Leikni Reykjavík sem eru í 4. sæti deildarinnar, af tólf liðum. Keflvík er hins vegar í ákveðnum sérflokki. ÍBV er vissulega eina taplausa lið deildarinnar en ekkert lið kemst nálægt Keflavík í markaskorun. Þá er liðið, ásamt ÍBV og Vestra, það lið sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni. Í tíu leikjum hefur Keflavík skorað 35 mörk eða að meðaltali 3.5 í leik. Það verður að teljast frábær árangur og þá virðist brotthvarf Adams Ægis Pálssonar – sem skipti yfir í Víking Reykjavík á dögunum – ekki hafa haft mikil áhrif á sóknarleik liðsins. Mögulega mun brotthvarf Adams skipta meira máli þegar líður á sumarið en hans virtist ekki saknað á vellinum þegar Keflvíkingar skoruðu sex mörk á lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í Víking Ólafsvík er liðin mættust á dögunum. Þá drógu Keflvíkingar réttar tölu í útlendingalottóinu en Josep Arthur Gibbs hefur verið óstöðvandi í sumar. Hann hefur skorað 13 af 35 mörkum Keflvíkinga. Næst markahæstir eru svo Kian Paul James Williams og Adam Ægir Pálsson með fjögur mörk hvor. Þá hefur varnarmaðurinn Ígnacio Heras Anglada skorað tvívegis. Keflavík tapaði 3-2 fyrir Pepsi Max deildarliði Breiðabliks á Kópavogsvelli er liðin mættust í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Staða Keflavíkur í deildinni vekur einnig athygli fyrir þær sakir að liðið hefur verið án lykilmanna í fjölda leikja í sumar. Heras hefur til að mynda misst af tveimur leikjum til þessa. Magnús Þór Magnússon – fyrirliði liðsins – fór meiddur út af vegna meiðsla í bikarleik gegn Birninum fyrir mót og hefur ekki enn leikið deildarleik í sumar. Þá hefur Frans Elvarsson, prímusmótor 4-4-2 leikkerfisins sem liðið spilar, misst af fjórum leikjum vegna meiðsla í sumar. Miðað við hvernig þeir Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar liðsins, hafa tæklað brotthvarf lykilmanna fram að þessu ættu þeir að eiga auðvelt með að fylla skarð Adams það sem eftir lifir sumars. Aðeins tvö ár eru síðan Keflvíkingar féllu með skömm úr Pepsi Max deild karla. Liðið vann ekki leik og endaði með fjögur stig að loknum 22 umferðum. Liðið hefur vissulega breyst töluvert síðan þá en hrósa verður Eysteini Húna og stjórn Keflavíkur fyrir það hvernig liðið tæklaði fallið. Félagið fór í ákveðna naflaskoðun og var í raun stefnan aldrei á að fara upp síðasta sumar. Liðið endaði í 5. sæti mjög jafnrar Lengjudeildar með 34 stig, níu minna en Grótta sem vann deildina. Skoraði liðið aðeins 32 mörk allt sumarið. Í október á síðasta ári var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem og þess kínverska, ráðinn inn sem aðalþjálfari liðsins ásamt Eysteini Húna. Hefur samstarf þeirra gengið framar vonum eins og Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður liðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar ná einkar vel saman.Vísir/Vilhelm Hvort gott gengi Keflavíkur heldur áfram verður að koma í ljós en það er öruggt að ef lið ætli sér upp úr Lengjudeildina þurfa þau að leggja þolinmóða Keflvíkinga af velli. Næsti leikur liðsins er í Mosfellsbæ gegn Aftureldingu á laugardaginn kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Lengjudeildin Tengdar fréttir Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00