Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 18:40 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, virtist ekki sáttur við svör Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans um útlendingamál á Alþingi í dag. Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Helgi Hrafn spurði Áslaugu meðal annars hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi og til Grikklands í þeim tilfellum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. Nokkru áður hafi hann átt samtal við ráðherra á Alþingi þar sem fram kom að Ísland sendi fólk ekki til baka til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar svokölluðu. Aftur á móti hafi honum þá láðst að nefna það að Ísland sendi fólk og jafnvel börn til Grikklands, hafi það þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. „Ég skil vel lagatæknina á bak við þetta, að þetta séu ekki Dyflinnarmál. Það bara breytir því ekki að aðstæður í Grikklandi eru óboðlegar, sér í lagi fyrir börn eins og Rauði krossinn hefur ítrekað bent á,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Spurði hann ráðherra því hvort til stæði að „að breyta þeim forkastanlegu vinnubrögðum,“ líkt og Helgi Hrafn orðaði það. Hvort sem börn hafi stöðu flóttamanns í Grikklandi eða ekki séu aðstæður þar í landi ekki boðlegar. „Það hefur ítrekað verið bent á þetta af hálfu Rauða krossins. Ég sé ekki betur en að UNICEF taki undir að það standist ekki lagakröfur Íslands gagnvart íslenskum barnaverndarlögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að senda börn í þessar óboðlegu aðstæður,“ sagði Helgi. Ráðherra segir mun vera á aðstæðum Áslaug Arna sagði mun vera á þessum svokölluðu verndarmálum og Dyflinnarmálum. „Verndarmálin eru þau mál sem koma inn í okkar kerfi þar sem einstaklingar hafa hlotið vernd í einhverju öðru ríki nú þegar. Það er þó ekki þannig að þau mál séu afgreidd sjálfkrafa út af borðinu heldur er einstaklingsbundið mat á þeim málum líkt og öllum öðrum málum,“ sagði Áslaug. Árið 2010 hafi verið hætt að senda fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem fátt annað bíði þess þar en líf í flóttamannabúðum. „Aftur á móti þegar fólk hefur fengið vernd, hefur stöðu flóttamanns, hefur það sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Það er það fær dvalarleyfi og á rétt á heilbrigðisþjónustu, á menntakerfinu, má vinna, hefur rétt á að ganga í skóla og fær sjálfkrafa aðgang að vinnumarkaðnum og getur eftir þrjú ár fengið grískan ríkisborgararétt,“ sagði Áslaug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm Þrátt fyrir þetta séu stjórnvöld meðvituð um að staðan í Grikklandi sé ekki góð. „Þetta er metið hverju sinni, umsækjendur fá einstaklingsbundið mat eða efnismeðferð hér á landi og það hefur ekkert ríki í Evrópu hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi, ekki Norðurlöndin sem við höfum leitast til að vera samstiga við í framkvæmd okkar,“ sagði Áslaug ennfremur. Spyr hvernig fólk sofi á nóttunni Í síðari ræðu sinni ítrekaði Helgi Hrafn að hann skyldi hinar lagatæknilegu hliðar málsins. Aftur á móti geti hann ekki skilið „hvernig fólk sefur á næturnar sem aðhyllist hana.“ Því kalli hann eftir svörum við því hvort þessu standi til að breyta. Í síðara andsvari sagði Áslaug Arna að það væri rangt hjá Helga Hrafni að halda því fram að hér séu „allar dyr lokaðar og ekki sagt já við neinum nema í ýtrustu neyð,“ að því er fram kom í máli Áslaugar. Kerfið hér á landi sé þannig byggt upp að forgangsraðað sé í þágu þeirra sem séu í raunverulegri neyð. Yfir 500 manns hafi fengið vernd hér á landi í fyrra og það sé há tala í samanburði við löndin í kringum okkur. Heyrðist Helgi Hrafn þá kalla úr salnum áður en hann rauk á dyr. „Svo má sú umræða alltaf vera uppi hvernig kerfið okkar eigi að vera en það verður að vera gagnsætt, það verður að gæta jafnræðis við afgreiðslu mála og tryggja að þeir sem eru í sömu aðstæðum fái sömu afgreiðslu. Það hafa um 35 einstaklingar verið sendir til Grikklands frá 2015 en ekki hundruð manna eins og kannski er ýjað að,“ sagði Áslaug. „Ég sé að háttvirtur þingmaður hefur engan áhuga á að hlusta á svörin eða ræða þessi mál af einhverri yfirvegun, enda rýkur hann hér á dyr,“ sagði Áslaug. Í samtali við fréttastofu segist Helgi Hrafn hafa gengið úr salnum þar sem honum hafi misboðið skortur á svörum ráðherra. Það sé að hans mati óforsvaranlegt að börnum sé vísað úr landi og til Grikklands, óháð því hvort þau og fjölskyldur þeirra hafi fengið alþjóðlega vernd þar í landi eða ekki. Alþingi Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, virtist ekki sáttur við svör Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans um útlendingamál á Alþingi í dag. Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Helgi Hrafn spurði Áslaugu meðal annars hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi og til Grikklands í þeim tilfellum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. Nokkru áður hafi hann átt samtal við ráðherra á Alþingi þar sem fram kom að Ísland sendi fólk ekki til baka til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar svokölluðu. Aftur á móti hafi honum þá láðst að nefna það að Ísland sendi fólk og jafnvel börn til Grikklands, hafi það þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. „Ég skil vel lagatæknina á bak við þetta, að þetta séu ekki Dyflinnarmál. Það bara breytir því ekki að aðstæður í Grikklandi eru óboðlegar, sér í lagi fyrir börn eins og Rauði krossinn hefur ítrekað bent á,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Spurði hann ráðherra því hvort til stæði að „að breyta þeim forkastanlegu vinnubrögðum,“ líkt og Helgi Hrafn orðaði það. Hvort sem börn hafi stöðu flóttamanns í Grikklandi eða ekki séu aðstæður þar í landi ekki boðlegar. „Það hefur ítrekað verið bent á þetta af hálfu Rauða krossins. Ég sé ekki betur en að UNICEF taki undir að það standist ekki lagakröfur Íslands gagnvart íslenskum barnaverndarlögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að senda börn í þessar óboðlegu aðstæður,“ sagði Helgi. Ráðherra segir mun vera á aðstæðum Áslaug Arna sagði mun vera á þessum svokölluðu verndarmálum og Dyflinnarmálum. „Verndarmálin eru þau mál sem koma inn í okkar kerfi þar sem einstaklingar hafa hlotið vernd í einhverju öðru ríki nú þegar. Það er þó ekki þannig að þau mál séu afgreidd sjálfkrafa út af borðinu heldur er einstaklingsbundið mat á þeim málum líkt og öllum öðrum málum,“ sagði Áslaug. Árið 2010 hafi verið hætt að senda fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem fátt annað bíði þess þar en líf í flóttamannabúðum. „Aftur á móti þegar fólk hefur fengið vernd, hefur stöðu flóttamanns, hefur það sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Það er það fær dvalarleyfi og á rétt á heilbrigðisþjónustu, á menntakerfinu, má vinna, hefur rétt á að ganga í skóla og fær sjálfkrafa aðgang að vinnumarkaðnum og getur eftir þrjú ár fengið grískan ríkisborgararétt,“ sagði Áslaug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm Þrátt fyrir þetta séu stjórnvöld meðvituð um að staðan í Grikklandi sé ekki góð. „Þetta er metið hverju sinni, umsækjendur fá einstaklingsbundið mat eða efnismeðferð hér á landi og það hefur ekkert ríki í Evrópu hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi, ekki Norðurlöndin sem við höfum leitast til að vera samstiga við í framkvæmd okkar,“ sagði Áslaug ennfremur. Spyr hvernig fólk sofi á nóttunni Í síðari ræðu sinni ítrekaði Helgi Hrafn að hann skyldi hinar lagatæknilegu hliðar málsins. Aftur á móti geti hann ekki skilið „hvernig fólk sefur á næturnar sem aðhyllist hana.“ Því kalli hann eftir svörum við því hvort þessu standi til að breyta. Í síðara andsvari sagði Áslaug Arna að það væri rangt hjá Helga Hrafni að halda því fram að hér séu „allar dyr lokaðar og ekki sagt já við neinum nema í ýtrustu neyð,“ að því er fram kom í máli Áslaugar. Kerfið hér á landi sé þannig byggt upp að forgangsraðað sé í þágu þeirra sem séu í raunverulegri neyð. Yfir 500 manns hafi fengið vernd hér á landi í fyrra og það sé há tala í samanburði við löndin í kringum okkur. Heyrðist Helgi Hrafn þá kalla úr salnum áður en hann rauk á dyr. „Svo má sú umræða alltaf vera uppi hvernig kerfið okkar eigi að vera en það verður að vera gagnsætt, það verður að gæta jafnræðis við afgreiðslu mála og tryggja að þeir sem eru í sömu aðstæðum fái sömu afgreiðslu. Það hafa um 35 einstaklingar verið sendir til Grikklands frá 2015 en ekki hundruð manna eins og kannski er ýjað að,“ sagði Áslaug. „Ég sé að háttvirtur þingmaður hefur engan áhuga á að hlusta á svörin eða ræða þessi mál af einhverri yfirvegun, enda rýkur hann hér á dyr,“ sagði Áslaug. Í samtali við fréttastofu segist Helgi Hrafn hafa gengið úr salnum þar sem honum hafi misboðið skortur á svörum ráðherra. Það sé að hans mati óforsvaranlegt að börnum sé vísað úr landi og til Grikklands, óháð því hvort þau og fjölskyldur þeirra hafi fengið alþjóðlega vernd þar í landi eða ekki.
Alþingi Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira