100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 18:10 Ísland sló England út á EM í Frakklandi 2016 þar sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. vísir/getty Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. Ísland fékk England úr efsta styrkleikaflokki en liðin hafa aðeins einu sinni mæst í mótsleik. Það var auðvitað í 16-liða úrslitum á EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Það var síðasti leikur Englands undir stjórn Roy Hodgson en Gareth Southgate tók við liðinu þá um haustið. Undir hans stjórn varð England í 4. sæti á HM 2018 og liðið endaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í fyrrasumar. Ísland gerði jafntefli við England í vináttulandsleik árið 1982, 1-1, en tapaði 6-1 á æfingamóti sumarið 2004. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku, hvorki í mótsleik né vináttulandsleik, í 23 tilraunum. Liðin mættust síðast í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2016 og unnu Danir 2-1 sigur. Liðin mættust í undankeppni EM 2012, undankeppni EM 2008 og undankeppni HM 2002, og vann Danmörk alla sex leikina. Danir komust í 16-liða úrslit á HM 2018 en féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn silfurliði Króatíu. Þeir unnu sinni riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar haustið 2018, í baráttu við Austurríki og Norður-Írland, og leika þess vegna í A-deild núna. Romelu Lukaku reyndist Íslendingum erfiður á Laugardalsvelli þegar Belgar unnu þar 3-0 sigur.vísir/getty Það er skammt síðan að Belgía mætti á Laugardalsvöll en liðið var í riðli Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar haustið 2018. Belgía vann 3-0 á Laugardalsvelli og svo 2-0 á heimavelli. Áður mættust liðin í mótsleikjum síðast í undankeppni HM 1978, undankeppni EM 1976, undankeppni HM 1974 og undankeppni HM 1958. Alltaf unnu Belgar, alls átta leiki, og þeir unnu einnig vináttulandsleik þjóðanna á heimavelli í nóvember 2014. Belgía hefur því unnið alla ellefu leiki sína við Ísland. Belgar unnu til bronsverðlauna á HM 2018 en urðu svo í 2. sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á eftir Sviss. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. Ísland fékk England úr efsta styrkleikaflokki en liðin hafa aðeins einu sinni mæst í mótsleik. Það var auðvitað í 16-liða úrslitum á EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Það var síðasti leikur Englands undir stjórn Roy Hodgson en Gareth Southgate tók við liðinu þá um haustið. Undir hans stjórn varð England í 4. sæti á HM 2018 og liðið endaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í fyrrasumar. Ísland gerði jafntefli við England í vináttulandsleik árið 1982, 1-1, en tapaði 6-1 á æfingamóti sumarið 2004. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku, hvorki í mótsleik né vináttulandsleik, í 23 tilraunum. Liðin mættust síðast í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2016 og unnu Danir 2-1 sigur. Liðin mættust í undankeppni EM 2012, undankeppni EM 2008 og undankeppni HM 2002, og vann Danmörk alla sex leikina. Danir komust í 16-liða úrslit á HM 2018 en féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn silfurliði Króatíu. Þeir unnu sinni riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar haustið 2018, í baráttu við Austurríki og Norður-Írland, og leika þess vegna í A-deild núna. Romelu Lukaku reyndist Íslendingum erfiður á Laugardalsvelli þegar Belgar unnu þar 3-0 sigur.vísir/getty Það er skammt síðan að Belgía mætti á Laugardalsvöll en liðið var í riðli Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar haustið 2018. Belgía vann 3-0 á Laugardalsvelli og svo 2-0 á heimavelli. Áður mættust liðin í mótsleikjum síðast í undankeppni HM 1978, undankeppni EM 1976, undankeppni HM 1974 og undankeppni HM 1958. Alltaf unnu Belgar, alls átta leiki, og þeir unnu einnig vináttulandsleik þjóðanna á heimavelli í nóvember 2014. Belgía hefur því unnið alla ellefu leiki sína við Ísland. Belgar unnu til bronsverðlauna á HM 2018 en urðu svo í 2. sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á eftir Sviss.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30