Heimavöllurinn gefur ekki reynst Val gjöfull í Domino's deild karla í vetur. Fáir mæta á leiki hjá liðinu og úrslitin hafa verið slæm.
„Þetta er ekki heimavöllur. Það koma alltaf fleiri áhorfendur frá gestaliðinu. Þeir græða ekkert á að vera á heimavelli,“ sagði Sævar Sævarsson í Domino's Körfuboltakvöldi.
Athygli vakti þegar Ragnar Nathanaelsson fipaðist í vítaskoti í leik Vals og Grindavíkur á sunnudaginn. Áhorfandi kallaði úr stúkunni og truflaði Ragnar í vítinu.
„Það bergmálaði í húsinu,“ sagði Sævar og Benedikt Guðmundsson tók svo við.
„Það er bara hljóð þarna inni. Þetta myndi ekki virka í öðrum húsum. Menn reyna þetta alls staðar,“ sagði Benedikt.
Valur er í 10. sæti deildarinnar með tólf stig, tveimur stigum frá fallsæti. Næsti leikur liðsins gegn Þór á Akureyri á föstudaginn. Þórsarar eru einu sæti og tveimur stigum á eftir Valsmönnum.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

