Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45
„Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00