Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 07:12 Lögregluþjónar standa vörð við sjúkrahúsið í Omsk. AP/Evgeniy Sofiychuk Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld í Rússlandi hafa eitrað fyrir honum. Navalny, sem leitt hefur stjórnaranstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú í dái og í alvarlegu ástandi. Læknar segjast vera að berjast fyrir lífi hans. Aðstandendur Navalny krefjast þess að hann verði fluttur til Þýskalands til aðhlynningar, þar sem þau treysta rússneskum læknum og lögreglu ekki, samkvæmt frétt Moscow Times. Sjúkraflugvél frá Þýskalandi er þegar lent í Omsk og segja aðstandendur Navalny að það sé í raun ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, sem standi í vegi flutnings Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í morgun að eina ástæða þess að ekki verið búið að leyfa flutningana væri til að gefa eitrinu tíma til að hverfa úr líkama hans. Til þess væru yfirvöld að ógna lífi hans. Запрет на транспортировку Навального нужен только для того, чтобы потянуть время и дождаться, пока яд в его организме больше нельзя будет отследить. При этом каждый час промедления создаёт критическую угрозу его жизни— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Í öðru tísti sagði hún ljóst að ríkisstjórnin stæði í veg fyrir flutningunum, þar sem læknar hafi áður sagt hægt að flytja Navalny. Læknar sögðu í gær að Navalny væri í stöðugu ástandi en í dag segja þeir ástand hans ekki nógu stöðugt til að flytja hann til Þýskalands. Ivan Zhadanov, framkvæmdastjóri stofnunar sem Navalny stofnaði gegn spillingu, sagði blaðamönnum að lögreglan hefði sagt eitur hafa fundist í líka Navalny. Það væri hættulegt öðrum í kringum hann en þeir vildu ekki segja hvaða eitur um væri að ræða. Aðstoðaryfirlæknir sjúkrahússins hefur þó haldið því fram að ekkert eitur hafi fundist í líkama Navalny. Yarmysh birti í morgun mynd sem hún segir hafa verið tekna á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þar séu engir læknar, heldur þrír jakkafataklæddir menn sem neita að segja hverjir þeir séu. Это фотография из кабинета главврача омской больницы. В нем сидят три человека в костюмах и масках, то ли из фсб, то ли из ск. Не представляются. Разговаривают с удовольствием на отвлеченные темы, на вопросы об Алексее не отвевают. Врача в кабинете нет pic.twitter.com/vStFtktObl— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld í Rússlandi hafa eitrað fyrir honum. Navalny, sem leitt hefur stjórnaranstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú í dái og í alvarlegu ástandi. Læknar segjast vera að berjast fyrir lífi hans. Aðstandendur Navalny krefjast þess að hann verði fluttur til Þýskalands til aðhlynningar, þar sem þau treysta rússneskum læknum og lögreglu ekki, samkvæmt frétt Moscow Times. Sjúkraflugvél frá Þýskalandi er þegar lent í Omsk og segja aðstandendur Navalny að það sé í raun ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, sem standi í vegi flutnings Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í morgun að eina ástæða þess að ekki verið búið að leyfa flutningana væri til að gefa eitrinu tíma til að hverfa úr líkama hans. Til þess væru yfirvöld að ógna lífi hans. Запрет на транспортировку Навального нужен только для того, чтобы потянуть время и дождаться, пока яд в его организме больше нельзя будет отследить. При этом каждый час промедления создаёт критическую угрозу его жизни— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Í öðru tísti sagði hún ljóst að ríkisstjórnin stæði í veg fyrir flutningunum, þar sem læknar hafi áður sagt hægt að flytja Navalny. Læknar sögðu í gær að Navalny væri í stöðugu ástandi en í dag segja þeir ástand hans ekki nógu stöðugt til að flytja hann til Þýskalands. Ivan Zhadanov, framkvæmdastjóri stofnunar sem Navalny stofnaði gegn spillingu, sagði blaðamönnum að lögreglan hefði sagt eitur hafa fundist í líka Navalny. Það væri hættulegt öðrum í kringum hann en þeir vildu ekki segja hvaða eitur um væri að ræða. Aðstoðaryfirlæknir sjúkrahússins hefur þó haldið því fram að ekkert eitur hafi fundist í líkama Navalny. Yarmysh birti í morgun mynd sem hún segir hafa verið tekna á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þar séu engir læknar, heldur þrír jakkafataklæddir menn sem neita að segja hverjir þeir séu. Это фотография из кабинета главврача омской больницы. В нем сидят три человека в костюмах и масках, то ли из фсб, то ли из ск. Не представляются. Разговаривают с удовольствием на отвлеченные темы, на вопросы об Алексее не отвевают. Врача в кабинете нет pic.twitter.com/vStFtktObl— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57
Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47