Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:53 Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið sé að vinna að aðgerðum innan ráðuneytisins varðandi vinnumarkaðsúrræði og fleira. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindu þingmenn sjónum sínum að hinum ýmsu áhrifum veirunnar á samfélagið. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að faraldurinn myndi koma til með að bitna einna verst á tekjulægstu hópunum. Nefndi hún þar að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefði verið hætt vegna smithættu og hvergi væri að finna svör í viðbragðsáætlunum Almannavarna um hvernig ætti að koma til móts við fólk í mikilli fátækt. „Ég sakna þess á undanförnum dögum að heyra forsætisráðherra ræða það hvernig ríkisstjórn hennar ætlar að tryggja að COVID-19 muni ekki hafa alvarleg áhrif á þá sem búa við fátækt í samfélaginu, enda er það einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins,“ sagði Halldóra.Frá þinginu í dag.Vísir/vilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi einnig sjónum sínum að viðkvæmustu hópum samfélagsins og spurði hvert fólk sem gæti sér enga björg veitt ætti að leita. Sumir væru í þeirri stöðu að vera veikir, í sóttkví eða hefðu þurft að treysta á matarúthlutanir sem hefðu verið stöðvaðar. „Er það núna þannig að einhver verði heima og það verði ekki einu sinni vatnsflaska eða lýsisflaska í ísskápnum?“ Ásmundur sagði þetta vera eitt af þeim verkefnum sem væru á borði ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag gætu orðið margvísleg og viðbrögð við þeim væru komin í ákveðinn farveg. „Við munum vonandi fá frumvarp í þingið vonandi í lok þessarar viku um laun í sóttkví, þannig það eru aðgerðir til að mynda gagnvart þeim sem þurfa atvinnuúrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og við treystum á gott samstarf við þingið og velferðarnefnd ef að til þurfa að koma einhverjar lagabreytingar eða mál hér inn í þingið.“ „Við vitum um mikilvægi þeirrar starfsemi sem er hjá Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og fleiri,“ sagði Ásmundur og þakkaði þingmönnum fyrir brýninguna. Alþingi Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið sé að vinna að aðgerðum innan ráðuneytisins varðandi vinnumarkaðsúrræði og fleira. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindu þingmenn sjónum sínum að hinum ýmsu áhrifum veirunnar á samfélagið. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að faraldurinn myndi koma til með að bitna einna verst á tekjulægstu hópunum. Nefndi hún þar að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefði verið hætt vegna smithættu og hvergi væri að finna svör í viðbragðsáætlunum Almannavarna um hvernig ætti að koma til móts við fólk í mikilli fátækt. „Ég sakna þess á undanförnum dögum að heyra forsætisráðherra ræða það hvernig ríkisstjórn hennar ætlar að tryggja að COVID-19 muni ekki hafa alvarleg áhrif á þá sem búa við fátækt í samfélaginu, enda er það einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins,“ sagði Halldóra.Frá þinginu í dag.Vísir/vilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi einnig sjónum sínum að viðkvæmustu hópum samfélagsins og spurði hvert fólk sem gæti sér enga björg veitt ætti að leita. Sumir væru í þeirri stöðu að vera veikir, í sóttkví eða hefðu þurft að treysta á matarúthlutanir sem hefðu verið stöðvaðar. „Er það núna þannig að einhver verði heima og það verði ekki einu sinni vatnsflaska eða lýsisflaska í ísskápnum?“ Ásmundur sagði þetta vera eitt af þeim verkefnum sem væru á borði ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag gætu orðið margvísleg og viðbrögð við þeim væru komin í ákveðinn farveg. „Við munum vonandi fá frumvarp í þingið vonandi í lok þessarar viku um laun í sóttkví, þannig það eru aðgerðir til að mynda gagnvart þeim sem þurfa atvinnuúrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og við treystum á gott samstarf við þingið og velferðarnefnd ef að til þurfa að koma einhverjar lagabreytingar eða mál hér inn í þingið.“ „Við vitum um mikilvægi þeirrar starfsemi sem er hjá Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og fleiri,“ sagði Ásmundur og þakkaði þingmönnum fyrir brýninguna.
Alþingi Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01