Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:37 Lesandi Vísis sendi þessa mynd, þegar hann mætti steypubílnum og lögregluhópnum. Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað. Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar steypubíllinn ók á móti umferð á Sæbraut. Örstutt myndband frá ökumanni sem mætti steypubílnum á Sæbraut.Hér má sjá þegar lögreglan hefur hendur í hári þjófsins.Hér má sjá annað myndband af eftirförinni, tekið af Sigmari Arnarsyni, sem var við störf á þaki nýbyggingar við Kirkjusand.Lögreglunni tókst að stöðva ökumann steypubílsins við Sæbraut.vísir/vilhelmBíllinn, eftir að eftirförinni var lokið.vísir/vilhelm Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað. Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar steypubíllinn ók á móti umferð á Sæbraut. Örstutt myndband frá ökumanni sem mætti steypubílnum á Sæbraut.Hér má sjá þegar lögreglan hefur hendur í hári þjófsins.Hér má sjá annað myndband af eftirförinni, tekið af Sigmari Arnarsyni, sem var við störf á þaki nýbyggingar við Kirkjusand.Lögreglunni tókst að stöðva ökumann steypubílsins við Sæbraut.vísir/vilhelmBíllinn, eftir að eftirförinni var lokið.vísir/vilhelm
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira