Í sóttkví með líki eiginmanns síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 06:55 Heimili þeirra hjóna er í bænum Borghetto Santo Spirito. Þessi mynd er tekin þar en tengist innihaldi fréttarinnar að öðru leyti ekki. getty/aGF Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða. Maðurinn var á áttræðisaldri og hafði sýnt einkenni sýkingar undanfarna daga. Konan hringdi eftir aðstoð um leið og andlátið bar að, tveir sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun en án árangurs. Að henni lokinni tóku þeir sitthvort sýnið, annað úr konunni og hitt úr hinum látna, áður en þeir voru sjálfir sendir í sóttkví. Bæjarstjóri Borghetto Santo Spirito segir í samtali við fjölmiðla að jú, konan hefur vissuleg mátt dvelja með líkinu í rúman sólarhring. Vonir standa til að hægt verði að sækja það síðar í dag.„Því miður þá eru þetta einfaldlega verkferlar sem við verðum að fylgja,“ segir bæjarstjórinn Giancarlo Canepa. Hann segir að eiginmaðurinn hafi neitað að verða við beiðni um að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar hann fór að sýna einkenni. „Hefði hann gert það þá hefði þessi staða ekki komið upp,“ segir bæjarstjórinn. Hann lýsir stöðu konunnar sem martröð. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessum hryllingi. Ég finn til með konunni og ættingjum hennar í þessari súrrealísku stöðu.“ Bæjarstjórinn segist hafa talað við konuna í síma, hún hafi verið í öngum sínum og ekki vitað hvernig hún ætti að haga sér. Konan hefur til þessa ekki sýnt einkenni sýkingar. Komi hins vegar í ljós að hún sé jafnframt smituð af kórónuveirunni má hún vænta þess að þurfa dvelja lengur í sóttkví.Angistarvein af svölunumÍtalska sjónvarpsstöðin IVG.IT ræddi við nágranna fólksins sem sagðist vera á varðbergi vegna málsins. Það væri óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að kórónuveiran hefði dregið einhvern til dauða í næsta húsi. Hugur hans væri þó hjá nágrannakonu sinni, sem enginn gæti hlúð að á þessum erfiðu tímum. Það hafi verið óbærilegt að heyra hana kalla á hjálp af svölum sínum. Ítölsk stjórnvöld kynntu hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar á mánudagskvöld. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Þar hafa greinst rúmlega 10 þúsund smit sem dregið hafa rúmlega 600 til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða. Maðurinn var á áttræðisaldri og hafði sýnt einkenni sýkingar undanfarna daga. Konan hringdi eftir aðstoð um leið og andlátið bar að, tveir sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun en án árangurs. Að henni lokinni tóku þeir sitthvort sýnið, annað úr konunni og hitt úr hinum látna, áður en þeir voru sjálfir sendir í sóttkví. Bæjarstjóri Borghetto Santo Spirito segir í samtali við fjölmiðla að jú, konan hefur vissuleg mátt dvelja með líkinu í rúman sólarhring. Vonir standa til að hægt verði að sækja það síðar í dag.„Því miður þá eru þetta einfaldlega verkferlar sem við verðum að fylgja,“ segir bæjarstjórinn Giancarlo Canepa. Hann segir að eiginmaðurinn hafi neitað að verða við beiðni um að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar hann fór að sýna einkenni. „Hefði hann gert það þá hefði þessi staða ekki komið upp,“ segir bæjarstjórinn. Hann lýsir stöðu konunnar sem martröð. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessum hryllingi. Ég finn til með konunni og ættingjum hennar í þessari súrrealísku stöðu.“ Bæjarstjórinn segist hafa talað við konuna í síma, hún hafi verið í öngum sínum og ekki vitað hvernig hún ætti að haga sér. Konan hefur til þessa ekki sýnt einkenni sýkingar. Komi hins vegar í ljós að hún sé jafnframt smituð af kórónuveirunni má hún vænta þess að þurfa dvelja lengur í sóttkví.Angistarvein af svölunumÍtalska sjónvarpsstöðin IVG.IT ræddi við nágranna fólksins sem sagðist vera á varðbergi vegna málsins. Það væri óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að kórónuveiran hefði dregið einhvern til dauða í næsta húsi. Hugur hans væri þó hjá nágrannakonu sinni, sem enginn gæti hlúð að á þessum erfiðu tímum. Það hafi verið óbærilegt að heyra hana kalla á hjálp af svölum sínum. Ítölsk stjórnvöld kynntu hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar á mánudagskvöld. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Þar hafa greinst rúmlega 10 þúsund smit sem dregið hafa rúmlega 600 til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12