Íslandsmeistarar KR eru með fullt hús stiga í A-deild Lengjubikarsins eftir 4-3 sigur á Leikni er liðin mættust í Frostaskjólinu í kvöld.
Arnþór Ingi Kristinsson kom KR yfir á 25. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ægir Jarl Jónasson forystuna. Flestir héldu að KR myndi þá ganga á lagið en svo var ekki.
Sólon Breki Leifsson minnkaði muninn í 2-1 á 71. mínútu áður en Tobias Thomsen kom KR aftur í tveggja marka forystu stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Sævar Atli Magnússon skoraði úr vítaspyrnu á 77. mínútu og sjö mínútum síðar jafnaði hann metin með sínu öðru markinu.
Sigurmark KR kom þó fjórum mínútum fyrir leikslok. Það skoraði Atli Sigurjónsson og lokatölur 4-3 sigur KR.
KR er með tólf stig eftir fyrstu fjóra leikina en Leiknir er í fjórða sæti riðilsins, af sex mögulegum, með þrjú stig.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
