Kórónuveiran: Leita leiða til að bjarga smærri fyrirtækjum frá lokun Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2020 09:15 Víða í heiminum beinast sjónir nú að smærri fyrirtækjum og aðgerðum í þeirra garð til að draga úr áhrifum kórónuveirunnar. Vísir/Getty Æ fleiri beina sjónum sínum nú að smærri fyrirtækjum og velta fyrir sér afdrifum þeirra í kjölfar kórónuveirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa veitt greiðslufresti til greiðslu á sumum sköttum og gjöldum en nú þegar er þó talað um að gjaldþrot smærri fyrirtækja á Ítalíu muni nema þúsundum. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk yfirvöld sex mánaða greiðslufrest launaskatta fyrir smærri fyrirtæki. Fresturinn tók gildi afturvirkt og nær til 1.febrúar síðastliðins. Trump hefur tilkynnt fundarhöld með forsvarsmönnum þingsins á morgun til að ræða sambærilegar aðgerðir. Þá ekki síst til að mæta launagreiðslum vegna sóttkvía. Í gær bættist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn síðan við þegar aðalhagfræðingur sjóðsins hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem meðal annars fælu í sér að létta á innheimtu skatta og gjalda á fyrirtæki. Hagsmunasamtök smærri fyrirtækja í Ástralíu vilja samt ganga skrefinu lengra og benda á að algengasta ástæða þess að lítil fyrirtæki loki sé lausafjárvandi. Við blasir tekjusamdráttur í kjölfar kórónuveirunnar og því er hvatt til þess að stjórnvöld fresti ekki greiðslu á sköttum og álögum, heldur afnemi þær tímabundið. Það sé eina leiðin til að mæta raunverulegum lausafjárvanda sem tímabundið mun skella á marga. Ganga tillögur þeirra út á að bæði ríkið og sveitarfélög standi að þessari aðgerð þannig að tímabundið afnám skatta og gjalda eigi einnig við um þau gjöld sem sveitarfélög rukka fyrirtæki um enda felist meiri hagsmunir í að halda atvinnulífinu gangandi og skapa störf. Á Íslandi greiða fyrirtæki virðisaukaskatt 5. hvers mánaðar annan hvern mánuð og eru vextir háir ef ekki er greitt á eindaga. Staðgreiðsluskattar og tryggingargjald er greitt 15.hvers mánaðar. Hér á landi hafa stjórnvöld boðað aðgerðir í formi breytinga á lögum sjúkratrygginga þannig að atvinnurekendur sem greiða launamanni laun í sóttkví, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi, eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðað markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Æ fleiri beina sjónum sínum nú að smærri fyrirtækjum og velta fyrir sér afdrifum þeirra í kjölfar kórónuveirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa veitt greiðslufresti til greiðslu á sumum sköttum og gjöldum en nú þegar er þó talað um að gjaldþrot smærri fyrirtækja á Ítalíu muni nema þúsundum. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk yfirvöld sex mánaða greiðslufrest launaskatta fyrir smærri fyrirtæki. Fresturinn tók gildi afturvirkt og nær til 1.febrúar síðastliðins. Trump hefur tilkynnt fundarhöld með forsvarsmönnum þingsins á morgun til að ræða sambærilegar aðgerðir. Þá ekki síst til að mæta launagreiðslum vegna sóttkvía. Í gær bættist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn síðan við þegar aðalhagfræðingur sjóðsins hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem meðal annars fælu í sér að létta á innheimtu skatta og gjalda á fyrirtæki. Hagsmunasamtök smærri fyrirtækja í Ástralíu vilja samt ganga skrefinu lengra og benda á að algengasta ástæða þess að lítil fyrirtæki loki sé lausafjárvandi. Við blasir tekjusamdráttur í kjölfar kórónuveirunnar og því er hvatt til þess að stjórnvöld fresti ekki greiðslu á sköttum og álögum, heldur afnemi þær tímabundið. Það sé eina leiðin til að mæta raunverulegum lausafjárvanda sem tímabundið mun skella á marga. Ganga tillögur þeirra út á að bæði ríkið og sveitarfélög standi að þessari aðgerð þannig að tímabundið afnám skatta og gjalda eigi einnig við um þau gjöld sem sveitarfélög rukka fyrirtæki um enda felist meiri hagsmunir í að halda atvinnulífinu gangandi og skapa störf. Á Íslandi greiða fyrirtæki virðisaukaskatt 5. hvers mánaðar annan hvern mánuð og eru vextir háir ef ekki er greitt á eindaga. Staðgreiðsluskattar og tryggingargjald er greitt 15.hvers mánaðar. Hér á landi hafa stjórnvöld boðað aðgerðir í formi breytinga á lögum sjúkratrygginga þannig að atvinnurekendur sem greiða launamanni laun í sóttkví, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi, eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðað markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira