Skólahaldi aflýst í Madríd Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:02 Veggspjald um veiruna á La tienda del Espia verslun í Madríd. Verslunin markaðssetur kórónaveiruvín, handa þeim sem ekki eru smituð af veirunni. Hverri flösku fylgir andlitsgríma. Getty/SOPA Images Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira