Stórstjarna Bæjara var út í kuldanum hjá Tony Pulis eins og margur Íslendingurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 13:00 Serge Gnabry hefur skorað 5 mörk fyrir Bayern í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og níu mörk á tímabilinu í bestu deild í heimi. Getty/Michael Regan Serge Gnabry hefur slegið í gegn hjá Bayern München í Meistaradeildinni og á mikinn þátt í því að þýska stórliðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Það er einn maður sem er ávallt minntur á hetjudáðir stráksins og það er maður sem íslenskur fótbolti þekkir líka vel. Serge Gnabry hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum með Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar af 2 mörk í fyrri leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitunum og þrjú í leikjunum í átta liða og undanúrslitum keppninnar. Þá má ekki gleyma fernunni hans í 7-2 sigri á Tottenham í London í október síðastliðnum. Það fer ekkert á milli mála að Serge Gnabry er orðinn stórstjarna í knattspyrnuheiminum og þessi 25 ára strákur er líklegur til afreka á næstu árum. Það er samt einn maður sem sá ekki slíka frammistöðu í spilunum hjá kappanum og sá maður heitir Tony Pulis. Three are without a club One is at Stoke One is at Huddersfield One has retiredMeanwhile, Gnabry is preparing to play in a Champions League final https://t.co/DyQBOcZJZd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 21, 2020 Tony Pulis er þekktastur fyrir það á Íslandi að hafa stýrt liði Stoke City þegar það var í eigu Íslendinga og fyrir það að fara illa með íslenska knattspyrnumenn sem fengu fá tækifæri hjá honum og voru oftast út í kuldanum. Umræddur Serge Gnabry á það sameiginlegt með íslensku knattspyrnumönnunum hjá Stoke að hafa ekki heillað knattspyrnustjórann Tony Pulis. Serge Gnabry var í láni hjá West Bromwich Albion fyrstu fimm mánuðina á 2015-16 tímabilinu en Gnabry var þá leikmaður Arsenal. Gnabry átti að vera í láni alla leiktíðina en var kallaður til baka í janúar. Ástæðan var að Tony Pulis vildi ekki nota hann. Tony Pulis leyfði Serge Gnabry aðeins að spila í samtals tólf mínútur alla þessa fimm mánuði og það er frekar skrautlegt að skoða listann yfir þá vængmenn sem hann vildi nota frekar. Planet Football skoðaði hvaða leikmenn þetta voru. James Morrison er nú hættur, Chris Brunt, Callum McManaman og Stephane Sessegnon eru allir með lausan samning, James McClean er hjá Stoke og Alex Pritchard er hjá Huddersfield. Serge Gnabry er aftur á móti að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu sem er Meistaradeildin. Arsenal hafði heldur ekki alltof mikla trú á Serge Gnabry því félagið seldi hann til Werder Bremen fyrir aðeins fimm milljónir punda. Arsene Wenger hafði reyndar trú á honum en leikmaðurinn vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá franska stjóranum. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Sjá meira
Serge Gnabry hefur slegið í gegn hjá Bayern München í Meistaradeildinni og á mikinn þátt í því að þýska stórliðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Það er einn maður sem er ávallt minntur á hetjudáðir stráksins og það er maður sem íslenskur fótbolti þekkir líka vel. Serge Gnabry hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum með Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar af 2 mörk í fyrri leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitunum og þrjú í leikjunum í átta liða og undanúrslitum keppninnar. Þá má ekki gleyma fernunni hans í 7-2 sigri á Tottenham í London í október síðastliðnum. Það fer ekkert á milli mála að Serge Gnabry er orðinn stórstjarna í knattspyrnuheiminum og þessi 25 ára strákur er líklegur til afreka á næstu árum. Það er samt einn maður sem sá ekki slíka frammistöðu í spilunum hjá kappanum og sá maður heitir Tony Pulis. Three are without a club One is at Stoke One is at Huddersfield One has retiredMeanwhile, Gnabry is preparing to play in a Champions League final https://t.co/DyQBOcZJZd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 21, 2020 Tony Pulis er þekktastur fyrir það á Íslandi að hafa stýrt liði Stoke City þegar það var í eigu Íslendinga og fyrir það að fara illa með íslenska knattspyrnumenn sem fengu fá tækifæri hjá honum og voru oftast út í kuldanum. Umræddur Serge Gnabry á það sameiginlegt með íslensku knattspyrnumönnunum hjá Stoke að hafa ekki heillað knattspyrnustjórann Tony Pulis. Serge Gnabry var í láni hjá West Bromwich Albion fyrstu fimm mánuðina á 2015-16 tímabilinu en Gnabry var þá leikmaður Arsenal. Gnabry átti að vera í láni alla leiktíðina en var kallaður til baka í janúar. Ástæðan var að Tony Pulis vildi ekki nota hann. Tony Pulis leyfði Serge Gnabry aðeins að spila í samtals tólf mínútur alla þessa fimm mánuði og það er frekar skrautlegt að skoða listann yfir þá vængmenn sem hann vildi nota frekar. Planet Football skoðaði hvaða leikmenn þetta voru. James Morrison er nú hættur, Chris Brunt, Callum McManaman og Stephane Sessegnon eru allir með lausan samning, James McClean er hjá Stoke og Alex Pritchard er hjá Huddersfield. Serge Gnabry er aftur á móti að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu sem er Meistaradeildin. Arsenal hafði heldur ekki alltof mikla trú á Serge Gnabry því félagið seldi hann til Werder Bremen fyrir aðeins fimm milljónir punda. Arsene Wenger hafði reyndar trú á honum en leikmaðurinn vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá franska stjóranum.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Sjá meira