Níu ára bið gæti endað í kvöld: „Liðið mitt þurfti á Evrópudeildinni að halda“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 14:00 Stefan De Vrij og Antonio Conte fagna með Romelu Lukaku eftir einn sigur Internazionale á leiktíðinni. Þessi var á móti nágrönnunum í AC Milan. Getty/Giuseppe Cottini Stuðningsmenn Nerazzurri liðsins frá Mílanóborg dreymir um langþráðan sigur í kvöld en Antonio Conte á möguleika að gera Inter að Evrópumeisturum sem Jose Mourinho gerði síðasta með svo eftirminnilegum hætti fyrir áratug síðan. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld á RheinEnergie Stadion í Köln þar sem spænska félagið Sevilla mætir Internazionale frá Ítalíu. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sevilla. Inter. Friday night.Europa League final is set pic.twitter.com/z76TfLLi6O— B/R Football (@brfootball) August 17, 2020 Augu margra verða á knattspyrnustjóranum Antonio Conte og svo fyrrum Manchester United mönnunum Romelu Lukaku, Alexis Sánchez og Ashley Young sem ekki var pláss fyrir á Old Trafford. Það varð ekkert að úrslitaleiknum á móti Manchester United en allir eiga þeir möguleika á að vinna titil sem kollegum þeirra hjá United tókst ekki. Alexis Sánchez hefur náð sér aftur á strik hjá Inter en það er frammistaða Romelu Lukaku sem hefur stolið flestum fyrirsögnunum. Romelu Lukaku er kominn með 33 mörk á sínu fyrsta tímabili með Inter þar af 6 mörk í 5 leikjum í Evrópudeildinni. Sevilla liðið hefur verið konungur Evrópudeildarinnar undanfarin ár en er spænska félagið búið að vinna hana fimm sinnum frá árinu 2006 þar af þrjú ár í röð frá 2014 til 2016. Sá síðasti kom í hús eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum. 2006 2007 2014 2015 2016The Europa League is Sevilla's competition. Today they go for number six pic.twitter.com/GhzEFCn1UT— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Sevilla, á aftur á móti enn eftir að vinna titil á sínum ferli. Hann er einna frægastur fyrir það að missa landsliðsþjálfarastarfið nokkrum dögum fyrir HM 2018 eftir að hafa samið um að taka við Real Madrid eftir mótið. Lopetegui entist síðan bara fram í október hjá Real. Það er því ekkert skrýtið að ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slái því upp á forsíðu sinni að Antonio Conte ætli sér að bregða sér í hlutverk Jose Mourinho eins og sjá má hér fyrir neðan. Forsíða Gazzetta Dello Sport í dag.Skjámynd/Gazzetta Dello Sport Stuðningsmenn Internazionale eru ekki búnir að gleyma þrennutímabili félagsins undir stjórn Jose Mourinho 2009-10 en portúgalski stjórinn kvaddi strax í kjölfarið og tók við Real Madrid. Inter kom þá mörgum á óvart með því að vinna Meistaradeildina eftir að hafa unnið bæði ítölsku deildina og bikarinn. Úrslitaleikurinn var á móti Bayern München og var spilaður á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Inter vann leikinn 2-0 en í miðri gleðivímu stuðningsmanna Nerazzurri þá misstu þeir stjórann sinn. Liðið vann reyndar ítalska bikarinn undir stjórn Leonardo árið eftir en hefur ekki unnið titil á þeim níu árum sem eru liðin síðan. FROM THE POD Inter as underdogs? Antonio Conte is trying to play up Sevilla ahead of tonight's #EuropaLeague final, but is anyone buying it? Would a trophyless season be a success for #Inter? #UEL #UELfinal 30-day @TheAthleticUK trial https://t.co/5ncdllwBW1— The Totally Football Show (@TheTotallyShow) August 21, 2020 „Þetta hefur verið jákvætt tímabil. Við höfum náð mikilvægum áföngum og höfðum bætt okkur mikið. Okkur tókst að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir vonbrigðin að komast ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter. „Það gaf okkur tækifæri að upplifa árangursríkara ferðalag en við höfðum getað í Meistaradeildinni. Okkar lið, sem er með fullt af ungum og reynslulitlum leikmönnum, þurfti á því að halda,“ sagði Antonio Conte. Hann tók við liði Inter fyrir þetta tímabil og náði öðru sætinu í Seríu A. „Þetta verður erfiður leikur. Við erum að fara að mæta liði sem hefur mikla reynslu og er það lið sem hefur unnið flesta titla í þessari keppni á síðustu árum. Við verðum að passa okkur á þeim en við verðum líka að vera áræðnir og hugrakkir með því að spila okkar leik eins og við höfum gert hingað til. Þetta er úrslitaleikur og aðeins bestu liðin komast þangað,“ sagði Antonio Conte. watch on YouTube Evrópudeild UEFA Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Stuðningsmenn Nerazzurri liðsins frá Mílanóborg dreymir um langþráðan sigur í kvöld en Antonio Conte á möguleika að gera Inter að Evrópumeisturum sem Jose Mourinho gerði síðasta með svo eftirminnilegum hætti fyrir áratug síðan. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld á RheinEnergie Stadion í Köln þar sem spænska félagið Sevilla mætir Internazionale frá Ítalíu. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sevilla. Inter. Friday night.Europa League final is set pic.twitter.com/z76TfLLi6O— B/R Football (@brfootball) August 17, 2020 Augu margra verða á knattspyrnustjóranum Antonio Conte og svo fyrrum Manchester United mönnunum Romelu Lukaku, Alexis Sánchez og Ashley Young sem ekki var pláss fyrir á Old Trafford. Það varð ekkert að úrslitaleiknum á móti Manchester United en allir eiga þeir möguleika á að vinna titil sem kollegum þeirra hjá United tókst ekki. Alexis Sánchez hefur náð sér aftur á strik hjá Inter en það er frammistaða Romelu Lukaku sem hefur stolið flestum fyrirsögnunum. Romelu Lukaku er kominn með 33 mörk á sínu fyrsta tímabili með Inter þar af 6 mörk í 5 leikjum í Evrópudeildinni. Sevilla liðið hefur verið konungur Evrópudeildarinnar undanfarin ár en er spænska félagið búið að vinna hana fimm sinnum frá árinu 2006 þar af þrjú ár í röð frá 2014 til 2016. Sá síðasti kom í hús eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum. 2006 2007 2014 2015 2016The Europa League is Sevilla's competition. Today they go for number six pic.twitter.com/GhzEFCn1UT— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Sevilla, á aftur á móti enn eftir að vinna titil á sínum ferli. Hann er einna frægastur fyrir það að missa landsliðsþjálfarastarfið nokkrum dögum fyrir HM 2018 eftir að hafa samið um að taka við Real Madrid eftir mótið. Lopetegui entist síðan bara fram í október hjá Real. Það er því ekkert skrýtið að ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slái því upp á forsíðu sinni að Antonio Conte ætli sér að bregða sér í hlutverk Jose Mourinho eins og sjá má hér fyrir neðan. Forsíða Gazzetta Dello Sport í dag.Skjámynd/Gazzetta Dello Sport Stuðningsmenn Internazionale eru ekki búnir að gleyma þrennutímabili félagsins undir stjórn Jose Mourinho 2009-10 en portúgalski stjórinn kvaddi strax í kjölfarið og tók við Real Madrid. Inter kom þá mörgum á óvart með því að vinna Meistaradeildina eftir að hafa unnið bæði ítölsku deildina og bikarinn. Úrslitaleikurinn var á móti Bayern München og var spilaður á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Inter vann leikinn 2-0 en í miðri gleðivímu stuðningsmanna Nerazzurri þá misstu þeir stjórann sinn. Liðið vann reyndar ítalska bikarinn undir stjórn Leonardo árið eftir en hefur ekki unnið titil á þeim níu árum sem eru liðin síðan. FROM THE POD Inter as underdogs? Antonio Conte is trying to play up Sevilla ahead of tonight's #EuropaLeague final, but is anyone buying it? Would a trophyless season be a success for #Inter? #UEL #UELfinal 30-day @TheAthleticUK trial https://t.co/5ncdllwBW1— The Totally Football Show (@TheTotallyShow) August 21, 2020 „Þetta hefur verið jákvætt tímabil. Við höfum náð mikilvægum áföngum og höfðum bætt okkur mikið. Okkur tókst að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir vonbrigðin að komast ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter. „Það gaf okkur tækifæri að upplifa árangursríkara ferðalag en við höfðum getað í Meistaradeildinni. Okkar lið, sem er með fullt af ungum og reynslulitlum leikmönnum, þurfti á því að halda,“ sagði Antonio Conte. Hann tók við liði Inter fyrir þetta tímabil og náði öðru sætinu í Seríu A. „Þetta verður erfiður leikur. Við erum að fara að mæta liði sem hefur mikla reynslu og er það lið sem hefur unnið flesta titla í þessari keppni á síðustu árum. Við verðum að passa okkur á þeim en við verðum líka að vera áræðnir og hugrakkir með því að spila okkar leik eins og við höfum gert hingað til. Þetta er úrslitaleikur og aðeins bestu liðin komast þangað,“ sagði Antonio Conte. watch on YouTube
Evrópudeild UEFA Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn