Juventus riftir samningum Higuaín og Khedira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:30 Higuaín og Khedira [í gulu] mega finna sér nýtt lið en Ítalíumeistarar Juventus vilja rifta samningum þeirra beggja. David Ramos/Getty Images Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti