Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 15:35 Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa tekið þátt í mótmælum. Getty/ Nikolai Petro Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að kveða niður mótmælaölduna sem hefur riðið yfir landið. Lúkasjenkó ýjaði einnig að því í dag að þeir verkamenn sem hafa tekið þátt í mótmælunum yrðu reknir. „Ef verksmiðjan er ekki starfandi skulum við læsa hliðum hennar frá og með mánudegi, bindum enda á þetta,“ hafði rússneska fréttastofan RIA eftir Lúkasjenkó. „Fólk mun róast og við munum ákveða hverjir fá að vinna.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninga voru birtar. Margir telja að forsetinn hafi beitt kosningasvindli og krefjast mótmælendur þess að nýjar kosningar verði haldnar. Forsetinn hefur alfarið neitað því að kosningasvindli hafi verið beitt. Fjöldi verkamanna úr ríkisreknum verksmiðjum hafa tekið þátt í mótmælunum undanfarnar vikur. Aðal andstæðingur Lúkasjenkó, Svetlana Tsikhanovskaya, sagði í samtali við Reuters í dga að hún liti á sig sem táknmynd breytinga. Tsikhanovskaya flúði til Litháen daginn eftir kosningar og heldur þar til ásamt börnum sínum. Lúkasjenkó sagði í dag, án þess að nefna nokkurn á nafn, að skipuleggjendur mótmælanna „héldu til í nágrannalöndunum“ og nytu pólitísks stuðnings leiðtoga þessara landa. Tveir leiðtogar nýstofnaðs stjórnarandstöðuráðs í Hvíta-Rússlandi voru yfirheyrðir í gær vegna dómsmáls sem hefur verið höfðað vegna þess sem Lúkasjenkó telur vera valdaránstilraun. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að kveða niður mótmælaölduna sem hefur riðið yfir landið. Lúkasjenkó ýjaði einnig að því í dag að þeir verkamenn sem hafa tekið þátt í mótmælunum yrðu reknir. „Ef verksmiðjan er ekki starfandi skulum við læsa hliðum hennar frá og með mánudegi, bindum enda á þetta,“ hafði rússneska fréttastofan RIA eftir Lúkasjenkó. „Fólk mun róast og við munum ákveða hverjir fá að vinna.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninga voru birtar. Margir telja að forsetinn hafi beitt kosningasvindli og krefjast mótmælendur þess að nýjar kosningar verði haldnar. Forsetinn hefur alfarið neitað því að kosningasvindli hafi verið beitt. Fjöldi verkamanna úr ríkisreknum verksmiðjum hafa tekið þátt í mótmælunum undanfarnar vikur. Aðal andstæðingur Lúkasjenkó, Svetlana Tsikhanovskaya, sagði í samtali við Reuters í dga að hún liti á sig sem táknmynd breytinga. Tsikhanovskaya flúði til Litháen daginn eftir kosningar og heldur þar til ásamt börnum sínum. Lúkasjenkó sagði í dag, án þess að nefna nokkurn á nafn, að skipuleggjendur mótmælanna „héldu til í nágrannalöndunum“ og nytu pólitísks stuðnings leiðtoga þessara landa. Tveir leiðtogar nýstofnaðs stjórnarandstöðuráðs í Hvíta-Rússlandi voru yfirheyrðir í gær vegna dómsmáls sem hefur verið höfðað vegna þess sem Lúkasjenkó telur vera valdaránstilraun.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32