Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 16:00 Southgate ætlar sér ekki að tapa gegn Íslandi né Danmörku. vísir/getty Þann 5. september mætast Ísland og England í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur enska karlalandsliðsins, ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikinn. Þetta kemur fram í Sky Sports um komandi landsliðsverkefni Englands. Honum virðist slétt sama þó leikmenn Manchester United, Manchester City og Chelsea séu varla komnir í sumarfrí. Hann ætlar að boða alla þá sem hann telur eiga skilið í komandi landsliðsverkefni. Harry Maguire gæti sloppið einfaldlega vegna þessa að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos. Mögulega gæti landsliðssæti Harry verið í hættu en Southgate vill að sínir leikmenn hagi sér öllum stundum, allan ársins hring. Leikmenn munu hittast á St. George´s vellinum – æfingasvæði enska landsliðsins – þann 30. ágúst og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi. Það þýðir að þeir leikmenn Man United sem verða valdir hafa aðeins fengið 13 daga í sumarfrí. Leikmenn Man City munu aðeins hafa fengið 14 daga sumarfrí. Virðist sem Southgate noti önnur lönd sem fordæmi en David De Gea, markvörður United, er til að mynda í spænska landsliðshópnum. Athygli vekur að ensku félögin höfðu samið við enska knattspyrnusambandið sem og leikmenn sína um þeir myndu fá 30 daga í frí. Þeir fá ekki einu sinni helminginn af því. Talið er að Ben Chilwell, Luke Shaw, Alex Oxlade-Chamberlain, James Maddison og Jordan Henderson missi allir af verkefninu vegna meiðsla. Þá er óvissa með Harry Kane þar sem hann er í sóttkví eftir að hafa farið í frí til Bahamsas. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hópurinn verður og hvernig þeim leikmönnum sem hafa fengið hvað minnsta hvíld mun ganga á komandi vikum og mánuðum. Knattspyrnumenn eru nú mannlegir eftir allt saman. Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Þann 5. september mætast Ísland og England í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur enska karlalandsliðsins, ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikinn. Þetta kemur fram í Sky Sports um komandi landsliðsverkefni Englands. Honum virðist slétt sama þó leikmenn Manchester United, Manchester City og Chelsea séu varla komnir í sumarfrí. Hann ætlar að boða alla þá sem hann telur eiga skilið í komandi landsliðsverkefni. Harry Maguire gæti sloppið einfaldlega vegna þessa að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos. Mögulega gæti landsliðssæti Harry verið í hættu en Southgate vill að sínir leikmenn hagi sér öllum stundum, allan ársins hring. Leikmenn munu hittast á St. George´s vellinum – æfingasvæði enska landsliðsins – þann 30. ágúst og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi. Það þýðir að þeir leikmenn Man United sem verða valdir hafa aðeins fengið 13 daga í sumarfrí. Leikmenn Man City munu aðeins hafa fengið 14 daga sumarfrí. Virðist sem Southgate noti önnur lönd sem fordæmi en David De Gea, markvörður United, er til að mynda í spænska landsliðshópnum. Athygli vekur að ensku félögin höfðu samið við enska knattspyrnusambandið sem og leikmenn sína um þeir myndu fá 30 daga í frí. Þeir fá ekki einu sinni helminginn af því. Talið er að Ben Chilwell, Luke Shaw, Alex Oxlade-Chamberlain, James Maddison og Jordan Henderson missi allir af verkefninu vegna meiðsla. Þá er óvissa með Harry Kane þar sem hann er í sóttkví eftir að hafa farið í frí til Bahamsas. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hópurinn verður og hvernig þeim leikmönnum sem hafa fengið hvað minnsta hvíld mun ganga á komandi vikum og mánuðum. Knattspyrnumenn eru nú mannlegir eftir allt saman.
Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira