Borgun varar við sms-skilaboðum fjársvikara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 15:35 Borgun varar við skilaboðum fjársvikahrappa. Vísir/ERNIR Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks. Í skilaboðum sem fólki hefur borist undanfarið er móttakandanum sagt að mistök hafi verið gerð við greiðslu á kortareikningi, aðilinn hafi borgað hann tvisvar og að korti viðkomandi hafi því verið lokað. Fólk er þar næst hvatt til að heimsækja vefsíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar sínar til að opna kortið að nýju og fá ofgreiðsluna endurgreidda. Þetta er ekki raunin. Með því að gefa upp kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælist geti þeir svikið af fólki peninga. Vefsíðan sem vísað er á er þá hönnuð í útliti Borgunar og stór yfirlitsmynd af Reykjavík er á síðunni. Borgun segir í tilkynningu að aldrei sé beðið um kortaupplýsingar fólks í tölvupósti, í gegn um sms eða með símtali. Korthöfum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. „Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á borgun@borgun.is.Tekið skal skýrt fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtækisins er notað í blekkingarskyni,“ segir í tilkynningu frá Borgun. Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika. Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00 Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06 Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks. Í skilaboðum sem fólki hefur borist undanfarið er móttakandanum sagt að mistök hafi verið gerð við greiðslu á kortareikningi, aðilinn hafi borgað hann tvisvar og að korti viðkomandi hafi því verið lokað. Fólk er þar næst hvatt til að heimsækja vefsíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar sínar til að opna kortið að nýju og fá ofgreiðsluna endurgreidda. Þetta er ekki raunin. Með því að gefa upp kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælist geti þeir svikið af fólki peninga. Vefsíðan sem vísað er á er þá hönnuð í útliti Borgunar og stór yfirlitsmynd af Reykjavík er á síðunni. Borgun segir í tilkynningu að aldrei sé beðið um kortaupplýsingar fólks í tölvupósti, í gegn um sms eða með símtali. Korthöfum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. „Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á borgun@borgun.is.Tekið skal skýrt fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtækisins er notað í blekkingarskyni,“ segir í tilkynningu frá Borgun. Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika.
Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00 Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06 Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00
Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06
Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03