„Hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Sophia Popov trúir því varla að hún sé búin að vinna opna breska. Getty/Matthew Lewis Sophia Popov spilaði best allra á AIG Women's Open á Royal Troon í Skotlandi og vann sinn fyrsta sigur á risamóti. Þetta var ekki aðeins hennar fyrsti sigur á risamóti heldur hennar fyrsti sigur á LPA mótaröðinni. Sophia Popov lék holurnar 72 á 277 höggum eða á sjö höggum undir pari. Hún endaði tveimur höggum á undan Thidapa Suwannapura frá Tælandi. Að segja að Sophia Popov hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á kannski mjög vel við að þessu sinni. From no status on the LPGA TOUR and career earnings of $100,000 to:- Major champion- Full status- $675,000 check- Five-year exemptionA life-changing day for Sophia Popov.pic.twitter.com/zIlibod30S— GOLFTV (@GOLFTV) August 23, 2020 Hin 27 ára gamla Sophia Popov kom inn í mótið í 304. sæti á heimslistanum í golfi og fékk sætið með því að enda með níu efstu á Marathon Classic mótinu. Popov átti ekki að vera með en það voru svo margar sem afboðuðu sig vegna COVID-19 þannig að Popov fékk tækifærið sem hún nýtt. Þegsr keppni hófst á LPGA mótaröðinni eftir kórónuveiruhléið þá var Sophia Popov vissulega á staðnum en aðeins sem kylfusveinn fyrir vinkonu sína Anne van Dam. Hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni því hún var einu höggi frá því að tryggja sér hann í úrtökumótinu í fyrra. Wow.World number 304, Sophia Popov has taken a shock victory at Royal Troon What a brilliant, brilliant performance. The win never really looked in doubt. https://t.co/SiK9OJVcMv pic.twitter.com/sNRdV0rP2e— BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2020 „Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan. Það er ótrúlegt að golfíþróttin bjóði upp á það að svona geti gerst,“ sagði Sophia Popov eftir sigur sinn um helgina. „Ég held að munurinn á milli kylfinga á milli vikna sé aldrei svona stór en það munaði kannski 15 til 20 höggum í þessari viku. Það er gaman að allir kylfingar eigi í hverri viku möguleika á því að vinna,“ sagði Sophia Popov. „Þetta ver besta vika lífs míns,“ sagði Sophia Popov. Hún hefur verið að glíma við veikindi sem eiga sinn þátt í að hún sé ekki ofar á heimslistanum. Það gerir líka sigur hennar enn merkilegri. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sophia Popov spilaði best allra á AIG Women's Open á Royal Troon í Skotlandi og vann sinn fyrsta sigur á risamóti. Þetta var ekki aðeins hennar fyrsti sigur á risamóti heldur hennar fyrsti sigur á LPA mótaröðinni. Sophia Popov lék holurnar 72 á 277 höggum eða á sjö höggum undir pari. Hún endaði tveimur höggum á undan Thidapa Suwannapura frá Tælandi. Að segja að Sophia Popov hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á kannski mjög vel við að þessu sinni. From no status on the LPGA TOUR and career earnings of $100,000 to:- Major champion- Full status- $675,000 check- Five-year exemptionA life-changing day for Sophia Popov.pic.twitter.com/zIlibod30S— GOLFTV (@GOLFTV) August 23, 2020 Hin 27 ára gamla Sophia Popov kom inn í mótið í 304. sæti á heimslistanum í golfi og fékk sætið með því að enda með níu efstu á Marathon Classic mótinu. Popov átti ekki að vera með en það voru svo margar sem afboðuðu sig vegna COVID-19 þannig að Popov fékk tækifærið sem hún nýtt. Þegsr keppni hófst á LPGA mótaröðinni eftir kórónuveiruhléið þá var Sophia Popov vissulega á staðnum en aðeins sem kylfusveinn fyrir vinkonu sína Anne van Dam. Hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni því hún var einu höggi frá því að tryggja sér hann í úrtökumótinu í fyrra. Wow.World number 304, Sophia Popov has taken a shock victory at Royal Troon What a brilliant, brilliant performance. The win never really looked in doubt. https://t.co/SiK9OJVcMv pic.twitter.com/sNRdV0rP2e— BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2020 „Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan. Það er ótrúlegt að golfíþróttin bjóði upp á það að svona geti gerst,“ sagði Sophia Popov eftir sigur sinn um helgina. „Ég held að munurinn á milli kylfinga á milli vikna sé aldrei svona stór en það munaði kannski 15 til 20 höggum í þessari viku. Það er gaman að allir kylfingar eigi í hverri viku möguleika á því að vinna,“ sagði Sophia Popov. „Þetta ver besta vika lífs míns,“ sagði Sophia Popov. Hún hefur verið að glíma við veikindi sem eiga sinn þátt í að hún sé ekki ofar á heimslistanum. Það gerir líka sigur hennar enn merkilegri.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira