Fjárfestadagur Startup SuperNova í beinni útsendingu á Vísi Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 10:00 Lyuba Kharitonova, einn þátttakenda Startup SuperNova 2020. Aðsend mynd Á morgun föstudag verður bein útsending á Vísi þar sem tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í fjárfestadegi viðskiptahraðals Startup SuperNova kynna viðskiptahugmyndir sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestiviðburður sem þessi er sýndur beint á netinu en útsendingin hefst klukkan 13. Fjárfestadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðburður ársins í sprotaumhverfinu en hann hefur fram til þessa eingöngu verið opinn boðsgestum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar opnar viðburðinn. Sigurlína Ingvarsdóttir, einn fremsti leiðtogi í leikjaiðnaði á heimsvísu, heldur erindi en Sigurlína hefur m.a. stýrt framleiðslu á FIFA og Star WARS Battlefront. Fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson. „Við viljum grípa tækifærið og gera nýsköpun hærra undir höfði. Okkar draumur er sá að viðburðurinn muni kveikja neista í hjörtum næstu kynslóðar frumkvöðla og hjá þeim fjölmörgu sérfræðingum sem misst hafa vinnuna í kjölfar kórónaveirufaraldursins og standa nú á tímamótum,“ er haft eftir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóra Icelandic Startups í tilkynningu. Sprotafyrirtækin tíu voru valin úr hópi 120 umsókna en við val þeirra var sérstaklega horft til viðskiptahugmynda sem ætluð eru á alþjóðamarkað. Fyrirtækin hljóta fjárstyrk að upphæð ein milljón króna auk þess að fá fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið. Þannig hafa hátt í hundrað manns komið að verkefninu í sumar, margir hverjir árangursríkir frumkvöðlar. Startup SuperNova er flaggskip Icelandic Startups sem hefur undanfarna tvo áratugi hjálpað frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á borð við Meniga, Genki Instruments, Pay Analytics, Key Natura, Taktikal, Kaptio og Controlant með góðum árangri. Markmið þeirra fyrirtækja sem kynna munu viðskiptatækifæri sín eru meðal annars að auka skilvirkni við gagnagreiningu, fækka spítalasýkingum og draga úr óskilvirkni á vinnustöðum. Nánari upplýsingar um fyrirtækin sem kynna munu starfsemi sína má finna á vefsíðu Startup SuperNova. Nýsköpun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Á morgun föstudag verður bein útsending á Vísi þar sem tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í fjárfestadegi viðskiptahraðals Startup SuperNova kynna viðskiptahugmyndir sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestiviðburður sem þessi er sýndur beint á netinu en útsendingin hefst klukkan 13. Fjárfestadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðburður ársins í sprotaumhverfinu en hann hefur fram til þessa eingöngu verið opinn boðsgestum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar opnar viðburðinn. Sigurlína Ingvarsdóttir, einn fremsti leiðtogi í leikjaiðnaði á heimsvísu, heldur erindi en Sigurlína hefur m.a. stýrt framleiðslu á FIFA og Star WARS Battlefront. Fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson. „Við viljum grípa tækifærið og gera nýsköpun hærra undir höfði. Okkar draumur er sá að viðburðurinn muni kveikja neista í hjörtum næstu kynslóðar frumkvöðla og hjá þeim fjölmörgu sérfræðingum sem misst hafa vinnuna í kjölfar kórónaveirufaraldursins og standa nú á tímamótum,“ er haft eftir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóra Icelandic Startups í tilkynningu. Sprotafyrirtækin tíu voru valin úr hópi 120 umsókna en við val þeirra var sérstaklega horft til viðskiptahugmynda sem ætluð eru á alþjóðamarkað. Fyrirtækin hljóta fjárstyrk að upphæð ein milljón króna auk þess að fá fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið. Þannig hafa hátt í hundrað manns komið að verkefninu í sumar, margir hverjir árangursríkir frumkvöðlar. Startup SuperNova er flaggskip Icelandic Startups sem hefur undanfarna tvo áratugi hjálpað frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á borð við Meniga, Genki Instruments, Pay Analytics, Key Natura, Taktikal, Kaptio og Controlant með góðum árangri. Markmið þeirra fyrirtækja sem kynna munu viðskiptatækifæri sín eru meðal annars að auka skilvirkni við gagnagreiningu, fækka spítalasýkingum og draga úr óskilvirkni á vinnustöðum. Nánari upplýsingar um fyrirtækin sem kynna munu starfsemi sína má finna á vefsíðu Startup SuperNova.
Nýsköpun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira