Særði blygðunarkennd dóttur sinnar og tveggja vinkvenna hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2020 17:53 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var hún átta til níu ára gömul. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt sin á árinu 2018 sært blygðunarkennd vinkonu dóttur hans, sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd annarrar vinkonu dóttur hans, dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar. Játaði sök að hluta Maðurinn játaði seinni tvo hluta ákærunnar en neitaði að hafa sært blygðunarkennd dóttur hans, þó að hann hafi viðurkennt að sú háttsemi sem honum var gefið að sök hafi átt sér stað. Vildi hann meina að dóttir hans hafi alltaf viljað sofa í rúminu hans, en hann sofi alltaf nakinn þar sem hann sé mjög heitfengur. Hann hefði yfirleitt haldið utan um dóttur sína og kúrt með hana. Hún hefði ekki talað um að það væri óþægilegt fyrr en eftir upphaf þessa máls. Hann kvaðst telja að barnið þyrfti að ákveða hvar mörkin væru og við hvaða aldur þetta væri orðið óviðeigandi. Þá hefði hann farið með henni í bað um það bil fjórum eða fimm sinnum árin 2017 og 2018. Hún hefði beðið um að fá að fara með honum í bað þegar hann hefði farið og það væri hennar að ákveða það sjálf. Ekkert kynferðislegt hefði verið við háttsemi hans og hann hefði aldrei upplifað að brotaþola liði ekki vel. Þá væri hann ekki haldinn barnagirnd. Ekki á færi barna að setja fullorðnum mörk að mati héraðsdóms Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sú háttsemi mannsins, sem hann hafi sjálfur viðurkennt, að liggja nakinn í rúminu og halda utan um brotaþola væri hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Framburður dóttur hans hafi jafnframt bent til þess að svo hafi í raun verið. Það sé ekki á færi barna að setja fullorðnu fólki mörk í slíkum efnum. Maðurinn var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem sneri að baðferðunum, en í niðurstöðu héraðsdóms segir að þó það sé megi telja það vart við hæfi að foreldri fari í bað með barni sínu á þessum aldri þyki varhugavert að fullyrða að það eitt út af fyrir sig brjóti gegn almennum hegningarlögum. Var maðurinn dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorði næstu tvö árin. Þá þarf hann jafnframt að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur, auk þess sem að vinkonur hennar fá 500 þúsund krónur hvor. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var hún átta til níu ára gömul. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt sin á árinu 2018 sært blygðunarkennd vinkonu dóttur hans, sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd annarrar vinkonu dóttur hans, dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar. Játaði sök að hluta Maðurinn játaði seinni tvo hluta ákærunnar en neitaði að hafa sært blygðunarkennd dóttur hans, þó að hann hafi viðurkennt að sú háttsemi sem honum var gefið að sök hafi átt sér stað. Vildi hann meina að dóttir hans hafi alltaf viljað sofa í rúminu hans, en hann sofi alltaf nakinn þar sem hann sé mjög heitfengur. Hann hefði yfirleitt haldið utan um dóttur sína og kúrt með hana. Hún hefði ekki talað um að það væri óþægilegt fyrr en eftir upphaf þessa máls. Hann kvaðst telja að barnið þyrfti að ákveða hvar mörkin væru og við hvaða aldur þetta væri orðið óviðeigandi. Þá hefði hann farið með henni í bað um það bil fjórum eða fimm sinnum árin 2017 og 2018. Hún hefði beðið um að fá að fara með honum í bað þegar hann hefði farið og það væri hennar að ákveða það sjálf. Ekkert kynferðislegt hefði verið við háttsemi hans og hann hefði aldrei upplifað að brotaþola liði ekki vel. Þá væri hann ekki haldinn barnagirnd. Ekki á færi barna að setja fullorðnum mörk að mati héraðsdóms Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sú háttsemi mannsins, sem hann hafi sjálfur viðurkennt, að liggja nakinn í rúminu og halda utan um brotaþola væri hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Framburður dóttur hans hafi jafnframt bent til þess að svo hafi í raun verið. Það sé ekki á færi barna að setja fullorðnu fólki mörk í slíkum efnum. Maðurinn var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem sneri að baðferðunum, en í niðurstöðu héraðsdóms segir að þó það sé megi telja það vart við hæfi að foreldri fari í bað með barni sínu á þessum aldri þyki varhugavert að fullyrða að það eitt út af fyrir sig brjóti gegn almennum hegningarlögum. Var maðurinn dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorði næstu tvö árin. Þá þarf hann jafnframt að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur, auk þess sem að vinkonur hennar fá 500 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira