Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:03 Cameron Mander dómari gaf sér góðan tíma við dómsuppkvaðninguna í morgun. Getty/John Kirk-Anderson Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp á Nýja-Sjálandi en þar er ekki heimild fyrir dauðarefsingum. Að auki játaði Tarrant á sig fjörutíu morðtilraunir og hryðjuverk. Voðaverkin, sem send voru út í beinni útsendingu á Facebook, voru fordæmd um allan heim. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Tarrant hafi ætlað sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Þar að auki hafi hann ætlað sér að ráðast á þriðju moskuna. Fjölmiðlum var meinað að greina frá aðalmeðferðinni í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rataði ekki frekar fyrir almenningssjónir. Fréttamönnum voru auk þess settar hömlur á hverju mátti greina frá og hverju ekki. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna í morgun að morðin hefðu verið hrottafenginn, Tarrant væri kaldlyndur og nær ómennskur. Dómarinn varði um klukkustund í að minna þann dæmda á öll þau sem hann myrti en næstum 90 aðstandendur þeirra höfðu áður borið vitni. Tarrant sat þögull meðan dómurinn yfir honum var kveðinn upp, en verjandi hans las upp yfirlýsingu um að hann myndi sætta sig við dóminn án athugasemda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði að hennar von væri að nafn mannsins myndi gleymast um aldur og ævi, en vottaði um leið samúð fórnarlömbum hans og eftirlifendum sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða hans. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp á Nýja-Sjálandi en þar er ekki heimild fyrir dauðarefsingum. Að auki játaði Tarrant á sig fjörutíu morðtilraunir og hryðjuverk. Voðaverkin, sem send voru út í beinni útsendingu á Facebook, voru fordæmd um allan heim. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Tarrant hafi ætlað sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Þar að auki hafi hann ætlað sér að ráðast á þriðju moskuna. Fjölmiðlum var meinað að greina frá aðalmeðferðinni í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rataði ekki frekar fyrir almenningssjónir. Fréttamönnum voru auk þess settar hömlur á hverju mátti greina frá og hverju ekki. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna í morgun að morðin hefðu verið hrottafenginn, Tarrant væri kaldlyndur og nær ómennskur. Dómarinn varði um klukkustund í að minna þann dæmda á öll þau sem hann myrti en næstum 90 aðstandendur þeirra höfðu áður borið vitni. Tarrant sat þögull meðan dómurinn yfir honum var kveðinn upp, en verjandi hans las upp yfirlýsingu um að hann myndi sætta sig við dóminn án athugasemda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði að hennar von væri að nafn mannsins myndi gleymast um aldur og ævi, en vottaði um leið samúð fórnarlömbum hans og eftirlifendum sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða hans.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29