Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 08:27 Vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu leiddu rannsóknina. unc Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira